Lífeyrissjóðirnir sem standa að baki Reiknistofu lífeyrissjóðanna freista þess nú að ráða núverandi starfsfólk hugbúnaðarfyrirtækisins Init. Samningi lífeyrissjóðanna við Init um rekstur tölvukerfisins Jóakims var sagt upp í lok maímánaðar en samkvæmt samningnum er Init skuldbundið til að reka kerfið áfram og vinna að yfirfærslu þess til nýs rekstraraðila. Það tímabil fer að líða undir lok og samkvæmt upplýsingum Stundarinnar hafa starfsmenn Inits sýnt því lítinn áhuga að hefja störf fyrir Reiknistofu lífeyrissjóðina.
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reiknistofunnar, staðfesti í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar nýverið að til stæði að félagið myndi sjálft annast reksturinn eftir yfirfærsluna frá Init. Ákvörðun um útvistun í framtíðinni hefur þó, samkvæmt upplýsingum Stundarinnar, ekki verið útilokuð.
Athugasemdir