Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þrír í haldi lögreglu eftir aðgerð sérsveitarinnar í Reykjavík í dag

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var köll­uð að Mána­túni í nótt og að Hverf­is­götu skömmu fyr­ir há­degi. Lög­regla sendi frá sér til­kynn­ingu rétt í þessu þar sem seg­ir að þrír séu í haldi vegna grun­sam­legs hlut­ar sem fannst í ruslagámi í Mána­túni í morg­un.

Þrír í haldi lögreglu eftir aðgerð sérsveitarinnar í Reykjavík í dag
Úr myndasafni Mynd: Pressphotos.biz

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út tvívegis í Reykjavík í dag.  Fyrst að Mánatúni en þar var töluverður viðbúnaður lögreglu og götum lokað. Þrír voru síðan handteknir í tengslum við málið í dag. 

Morgunblaðið greindi fyrst frá því að aðgerðir hefðu staðið yfir í Mánatúni.  Um hádegisbil var sérsveitin að störfum við Hverfisgötu. Stundin hefur haft samband við lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra í dag og fékk staðfest að sérsveitin hafi verið með viðbúnað við Mánatún snemma í morgun en varðist að öðru leyti allra fregna af málinu.

Fréttatilkynning var svo send á fjölmiðla um hálf fjögur þar sem segir að þrír séu í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að grunsamlegur hlutur fannst í ruslagámi í Mánatúni í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð til aðstoðar vegna málsins. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort aðgerðir sérsveitarinnar á Hverfisgötu um hádegisbil tengist málinu.  Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verða ekki veittar frekari upplýsingar í dag en lögregla vonast til að geta tjáð sig meira um málið á morgun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár