Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Aukin framlög til heilbrigðismála og mun minni halli á ríkissjóði

Stefnt er að því að reka rík­is­sjóð með 169 millj­arða króna halla á næsta ári en auk­ið fjár­magn verð­ur sett í mála­flokka eins og heil­brigð­is­mál og lofts­lags­mál. Fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem mynd­uð var um helg­ina var kynnt í dag.

Aukin framlög til heilbrigðismála og mun minni halli á ríkissjóði
Verulegur hallarekstur en þó minnkandi Ríkissjóður verður rekinn með tæplega 170 milljarða króna halla á næsta ári, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Auka á framlög til heilbrigðismála um 16,3 milljarða á næsta ári og fara þeir meðal annars í að fjölga hágæslurýmum um sex, endurhæfingarýmum um þrjátíu og koma á fót sérstakri farsóttardeild í Fossvogi. Rúmir fimm milljarðar eiga svo að fara í byggingu hjúkrunarheimila.

Þetta kemur fram í kynningu fjármálaráðuneytisins á nýframlögðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Heildarútgjöld ríkisins á næsta ári nema 1.100 milljörðum króna samkvæmt frumvarpinu. 

Heilbrigðismál eru enn sem áður langstærsti útgjaldaliður ríkisins, samkvæmt frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að 300 milljarðar fari í málaflokkinn á næsta ári. Þar af fara tæpir 84 milljarðar í Landspítalann. Útgjöld til heilbrigðismála nema tæpum 866 þúsund krónum á mann, sem er meira en tvöfalt hærra en í næsta málaflokk, málefni aldraðra, sem nema 274 þúsund krónum á hvern einstakling. 

Þó tekjurnar séu hærri en stjórnvöld höfðu áður búist við, um 955 milljarðar króna, verður ríkissjóður rekinn með meira en 168 milljarða króna halla. Mestar tekjur, eða 290 milljarðar, koma úr virðisaukaskattskerfinu, 218 milljarðar fást með sköttum af tekjum einstaklinga og 107 milljarðar vegna tryggingargjalda. Fjármagnstekjuskattur skilar 32 milljörðum, samkvæmt yfirliti fjármálaráðuneytisins.

Halli ríkissjóðs verður meðal annars nýttur til að hækka framlög til loftslagsmála um einn milljarð króna, en málaflokkurinn var kynntur sem sérstakt áherslumál ríkisstjórnarinnar. Verða framlög til málaflokksins þrettán milljarðar á næsta ári, samkvæmt frumvarpinu. Af þessum milljörðum eru 600 milljónir ætlaðar til að hraða orskuskiptum í samgöngum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár