Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Aukin framlög til heilbrigðismála og mun minni halli á ríkissjóði

Stefnt er að því að reka rík­is­sjóð með 169 millj­arða króna halla á næsta ári en auk­ið fjár­magn verð­ur sett í mála­flokka eins og heil­brigð­is­mál og lofts­lags­mál. Fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem mynd­uð var um helg­ina var kynnt í dag.

Aukin framlög til heilbrigðismála og mun minni halli á ríkissjóði
Verulegur hallarekstur en þó minnkandi Ríkissjóður verður rekinn með tæplega 170 milljarða króna halla á næsta ári, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Auka á framlög til heilbrigðismála um 16,3 milljarða á næsta ári og fara þeir meðal annars í að fjölga hágæslurýmum um sex, endurhæfingarýmum um þrjátíu og koma á fót sérstakri farsóttardeild í Fossvogi. Rúmir fimm milljarðar eiga svo að fara í byggingu hjúkrunarheimila.

Þetta kemur fram í kynningu fjármálaráðuneytisins á nýframlögðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Heildarútgjöld ríkisins á næsta ári nema 1.100 milljörðum króna samkvæmt frumvarpinu. 

Heilbrigðismál eru enn sem áður langstærsti útgjaldaliður ríkisins, samkvæmt frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að 300 milljarðar fari í málaflokkinn á næsta ári. Þar af fara tæpir 84 milljarðar í Landspítalann. Útgjöld til heilbrigðismála nema tæpum 866 þúsund krónum á mann, sem er meira en tvöfalt hærra en í næsta málaflokk, málefni aldraðra, sem nema 274 þúsund krónum á hvern einstakling. 

Þó tekjurnar séu hærri en stjórnvöld höfðu áður búist við, um 955 milljarðar króna, verður ríkissjóður rekinn með meira en 168 milljarða króna halla. Mestar tekjur, eða 290 milljarðar, koma úr virðisaukaskattskerfinu, 218 milljarðar fást með sköttum af tekjum einstaklinga og 107 milljarðar vegna tryggingargjalda. Fjármagnstekjuskattur skilar 32 milljörðum, samkvæmt yfirliti fjármálaráðuneytisins.

Halli ríkissjóðs verður meðal annars nýttur til að hækka framlög til loftslagsmála um einn milljarð króna, en málaflokkurinn var kynntur sem sérstakt áherslumál ríkisstjórnarinnar. Verða framlög til málaflokksins þrettán milljarðar á næsta ári, samkvæmt frumvarpinu. Af þessum milljörðum eru 600 milljónir ætlaðar til að hraða orskuskiptum í samgöngum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár