Eftirlitsmyndavélar sem tengdar eru við gervigreindarhugbúnað eru í notkun á Íslandi. Slíkar myndavélar geta haft sjálfvirkt eftirlit með tilteknum svæðum og geta borið myndaefni saman við önnur gögn, svo sem lista yfir einstaklinga eða ökutæki. Þannig er hægt að hafa nákvæmt og sjálfvirkt eftirlit með ferðum fólks og ökutækja á tilteknum svæðum. Notkun á Íslandi virðist fyrst og fremst snúast um almenna vöktun og skráningu bílnúmera við bílastæði.
Myndavélar sem seldar eru á Íslandi koma frá kínverska fyrirtækinu Dahua, sem hefur sætt gagnrýni fyrir að sjá kínverskum stjórnvöldum fyrir eftirlitsbúnaði sem fylgist sérstaklega með Úígúrum.
Geta greint lit og klæðnað
Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Öryggismiðstöðinni, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem selur gervigreindareftirlitsmyndavélar, segir að meðalhraðamyndavélar Vegagerðarinnar sé dæmi um gervigreindareftirlit. „Myndavélarnar reikna meðalhraða ökumanns á tilteknum kafla með því að mynda bifreiðina og mynda hann aftur að ákveðnum vegarkafla loknum og reiknar þannig út hver meðalhraði …
Athugasemdir