Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lykillinn að langlífi er að koma í ljós

Það sem vís­inda­rann­sókn­ir sýna að skipti mestu fyr­ir lang­lífi gæti kom­ið á óvart. Margt er á okk­ar for­ræði, en sam­fé­lag­ið í heild get­ur líka skipt máli. Ólaf­ur Helgi Samú­els­son öldrun­ar­lækn­ir seg­ir að hvað áhrifa­rík­asta að­gerð sam­fé­lags­ins í heild til að auka heil­brigði á eldri ár­um, og þar með lang­lífi, sé að draga úr fá­tækt.

Lykillinn að langlífi er að koma í ljós

Sumir sérfræðingar telja 99 prósent líkur á að sett verði nýtt met í háum aldri áður en 21. öldin er liðin. Hingað til hefur enginn lifað lengur en Jeanne Louise Clament  sem varð 122 ára (1875–1997). En hvaða möguleika á fólk á að verða mjög langlíft?

Genin skipta þar ekki öllu máli. Allar manneskjur hafa sömu gen að 99,9 prósent leyti. Það fólk sem nær mjög háum aldri er að örlitlu leyti með öðruvísi gen (erfðabreytileika) sem stjórna langlífi þeirra en þá eru það hin genin, sem þau deila með okkur hinum, sem takmarka ævilengdina og því verða þau sjaldnast eldri en 110 ára. Það virðist því sem öldrun séu takmörk sett. 

Tölfræðingar hafa tekið eftir að dánartíðni þeirra sem ná mjög háum aldri nær ákveðnum stöðugleika; enda þótt líkurnar á að deyja aukist með hverju ári sem fólk lifir, hætta líkurnar að aukast eftir að 105 …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Haraldur Magnússon skrifaði
    Lágkolvetna mataræði og Ketó mataræði eru ekki sömu mataræðin. Það er hægt að vera á lágkolvetna mataræði án þess að ná ketósu, til þess þarf verulega lækkun á kolvetnum (ca. undir 20-50 grömm, fer eftir manneskju). Lágkolvetna mataræði er oft skilgreint sem mataræði með kolvetni undir 100-120 grömm á dag (stundum % af kkal inntöku).
    Þannig þetta er alls ekki sama mataræðið.
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Þetta legst nú ekki vel í Féhirðinn okkan hann Bjarna.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Góð grein takk fyrir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár