Sumir sérfræðingar telja 99 prósent líkur á að sett verði nýtt met í háum aldri áður en 21. öldin er liðin. Hingað til hefur enginn lifað lengur en Jeanne Louise Clament sem varð 122 ára (1875–1997). En hvaða möguleika á fólk á að verða mjög langlíft?
Genin skipta þar ekki öllu máli. Allar manneskjur hafa sömu gen að 99,9 prósent leyti. Það fólk sem nær mjög háum aldri er að örlitlu leyti með öðruvísi gen (erfðabreytileika) sem stjórna langlífi þeirra en þá eru það hin genin, sem þau deila með okkur hinum, sem takmarka ævilengdina og því verða þau sjaldnast eldri en 110 ára. Það virðist því sem öldrun séu takmörk sett.
Tölfræðingar hafa tekið eftir að dánartíðni þeirra sem ná mjög háum aldri nær ákveðnum stöðugleika; enda þótt líkurnar á að deyja aukist með hverju ári sem fólk lifir, hætta líkurnar að aukast eftir að 105 …
Þannig þetta er alls ekki sama mataræðið.