Mál tengt Helga Jóhannessyni, fyrrverandi yfirlögfræðings Landsvirkjunar, og konu sem í dag er þrítug kom inn á borð Ferðafélags Íslands áður en hann lét af störfum hjá Landsvirkjun í lok síðasta mánaðar. Konan fundaði tvívegis með forsvarsmönnum Ferðafélags Íslands vegna málsins og greindi þeim frá því. Málið snýst meðal annars um meinta kynferðislega áreitni. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Auk þess að sitja í stjórn hefur Helgi starfað sem leiðsögumaður innan Ferðafélagsins.
Stundin greindi frá starfslokum Helga hjá Landsvirkjun í síðasta mánuði. Þar kom fram að í aðdraganda starfsloka hans hafi hann fengið formlega áminningu í starfi fyrir óviðurkvæmilega hegðun gagnvart samstarfskonu sinni þar.
Meðferð málsins innan Ferðafélagsins hófst áður en starfslok Helga rötuðu í fjölmiðla og snýst það mál um aðra konu en þá sem háttsemin innan Landsvirkjunar beindist að. Frétt um að Helgi hefði sagt sig úr stjórn …
Athugasemdir