Útgerðarfélög hafa greitt eigendum sínum myndarlegan arð á síðustu árum. Arð sem hefur verið notaður til fjárfestinga bæði í greininni sjálfri en líka í óskyldum greinum. Í síðasta tölublaði Stundarinnar voru eignir 20 stærstu útgerðarfélaganna raktar, eins og þær birtast í nýjustu ársreikningum þeirra. En hverjar eru eignir eigenda þessara útgerða? Samkvæmt greiningu Stundarinnar eru 65 mismunandi lögaðilar, það er að segja fyrirtæki, í eigendahópi þeirra útgerða sem á síðustu fimm árum hafa verið meðal 20 stærstu útgerða landsins. Ekki er hægt að nálgast upplýsingar um eignir einstaklinganna sem standa á bak við þessi fyrirtæki.
Fjárfestingar eigenda útgerðanna eru víða en fasteignafélög, bankar og tryggingafélög eru áberandi. Í gegnum þessi félög nær eignanet eigenda aflaheimildanna ansi víða. Tryggingafélögin VÍS og Sjóvá-Almennar og Arion banki eru svo sjálf á meðal þeirra sem fjárfest hafa í útgerð. Tryggingafélög fjárfesta gjarnan í breiðum hópi fyrirtækja til að dreifa áhættu og tryggja ávöxtun eigna. …
Athugasemdir (1)