Jófríður Ísdís Skaftadóttir steig fram í síðustu viku og sagði frá því að hún hefði, fyrir sjö árum, þá 16 ára gömul, stundað kynlíf með Þóri Sæmundssyni, fyrrverandi leikara, sem þá var 34 ára gamall. Jófríður sagðist í samtali við Stundina hafa ákveðið að segja frá þessu eftir að viðtal við Þóri var sýnt í fréttaskýringaþættinum Kveik. Viðtalið vakti mikla athygli en yfirskrift þess var: „Hreinsunareldur Þóris Sæmundssonar“ og í kynningu þáttarins var sagt að Þórir hafi verið rísandi stjarna á íslensku leiksviði en eftir að kynferðisleg myndasending hans hafi komist í hámæli árið 2017 hafi hann verið utangarðs og fái hvergi vinnu.
Nokkrar konur greindu eftir þáttinn frá samskiptum sínum við Þóri á samfélagsmiðlum. Samskiptum sem þær segja að hafi átt sér stað þegar þær voru á aldrinum 16 til 18 ára og hafi verið óviðeigandi.
Jófríður var …
Athugasemdir