Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Brim komið yfir hámarksaflahlutdeild

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Brim er kom­ið yf­ir lög­bundna há­marks­hlut­deild í afla­heim­ild­um. Guð­mund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, hef­ur auk­ið enn á per­sónu­lega hlut­deild sína í fisk­veiðikvóta. Þetta sýna nýbirt­ar töl­ur Fiski­stofu.

Brim komið yfir hámarksaflahlutdeild
Stórtækur Guðmundur Kristjánsson stýrir bæði félaginu sem stýrir mestum aflaheimildum og er sá einstaklingur sem á stærstan eignarhlut í félaginu. Hans eigin útgerðarfélag er líka meðal stærstu útgerða landsins.

Útgerðarfélagið Brim er komið yfir lögbundna hámarkshlutdeild í aflaheimildum, samkvæmt nýbirtum lista Fiskistofu. Útgerðin fer með 13,2 prósent allra aflaheimilda, mælt í þorskígildistonnum, samkvæmt útreikningum stofnunarinnar. Lögbundið hámark er 12 prósent. 

BlokkinÚtgerðarfélagið Brim og þær útgerðir sem ýmist eiga eða eru í eigu þess fara samtals með 17,4 prósent aflaheimilda á Íslandi.

Til viðbótar við þessi rúmu þrettán prósent á Brim útgerðina Ögurvík að fullu, sem fer með 0,76 prósent aflaheimilda, og útgerðina Grunn, sem fer með 0,31 prósent aflaheimilda. Grunnur á 40,8 prósent í útgerðinni Þórsbergi, sem fer með 0,25 prósent aflaheimilda. Samtals er því Brim með yfirráð yfir 14,37 prósent kvótans. Það er 2,37 prósentustigum umfram lögbundið hámark.

Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem að stærstum hluta er í eigu Guðmundur Kristjánssonar, forstjóra Brims, fer svo með 2,23 prósent aflaheimilda. KG fiskverkun, sem er í eigu bróður Guðmundar, Hjálmars Þórs Kristjánssonar og sona hans, fer með 0,66 prósent aflaheimilda. Blokkin sem þessi sex útgerðarfélög, sem tengjast í gegnum eignarhald sitt, stýrir 17,4 prósentum kvótans.

Brim hefur, samkvæmt lögunum um hámarkshlutdeild í aflaheimildum, sex mánuði til að koma sér aftur undir 12 prósenta markið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár