Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Margrét Marteinsdóttir hefur störf á Stundinni

Mar­grét hlaut blaða­manna­verð­laun ár­ið 2019 fyr­ir um­fjöll­un árs­ins um ham­fara­hlýn­un ásamt fleir­um á rit­stjórn Stund­ar­inn­ar.

Margrét Marteinsdóttir hefur störf á Stundinni

Margrét Marteinsdóttir hefur hafið störf sem blaðamaður á Stundinni. 

Hún var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun. Umfjöllunin hlaut að auki tilnefningu til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins, þar sem hún þótti vönduð, ítarleg og myndræn. 

Fyrri umfjallanir Margrétar fyrir Stundina má lesa hér, en þar á meðal eru viðtöl við stúlkurnar á Laugalandi, reynslusaga ungrar konu sem var neydd í hjónaband ellefu ára og úttekt á reynslu fólks af fordómum gegn fíkniefnaneytendum, auk þess sem hún hélt utan um aukablöð um bókmenntir fyrir síðustu jól. 

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV þar sem hún hafði yfirumsjón með fimm útvarpsþáttum: Morgun- og Síðdegisútvarpinu á Rás 2, Speglinum, Vikulokunum og Hádegisútvarpinu. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2.

Árið 2014 skrifaði hún bókina Vakandi veröld – ástaróður sem er handbók með leiðbeiningum fyrir fólk um hvernig er hægt að lifa í sátt við náttúruna í hringiðu neyslusamfélagsins.   

Undanfarin ár hefur Margrét unnið hjá Geðhjálp, Kvennaathvarfinu og hjúkrunarheimilinu Grund, en einnig sinnt aukavinnu í búsetukjarna fyrir fólk með fíknisjúkdóma þar sem hugmyndafræði skaðaminnkunar er höfð að leiðarljósi. Hún tók þátt í að opna Kaffihús Vesturbæjar þar sem hún var vert fyrsta árið sem kaffihúsið var starfrækt. Frá ársbyrjun 2018 hefur hún starfað á Gljúfrasteini - húsi skáldsins í Mosfellsdal. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu