Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Margrét Marteinsdóttir hefur störf á Stundinni

Mar­grét hlaut blaða­manna­verð­laun ár­ið 2019 fyr­ir um­fjöll­un árs­ins um ham­fara­hlýn­un ásamt fleir­um á rit­stjórn Stund­ar­inn­ar.

Margrét Marteinsdóttir hefur störf á Stundinni

Margrét Marteinsdóttir hefur hafið störf sem blaðamaður á Stundinni. 

Hún var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun. Umfjöllunin hlaut að auki tilnefningu til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins, þar sem hún þótti vönduð, ítarleg og myndræn. 

Fyrri umfjallanir Margrétar fyrir Stundina má lesa hér, en þar á meðal eru viðtöl við stúlkurnar á Laugalandi, reynslusaga ungrar konu sem var neydd í hjónaband ellefu ára og úttekt á reynslu fólks af fordómum gegn fíkniefnaneytendum, auk þess sem hún hélt utan um aukablöð um bókmenntir fyrir síðustu jól. 

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV þar sem hún hafði yfirumsjón með fimm útvarpsþáttum: Morgun- og Síðdegisútvarpinu á Rás 2, Speglinum, Vikulokunum og Hádegisútvarpinu. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2.

Árið 2014 skrifaði hún bókina Vakandi veröld – ástaróður sem er handbók með leiðbeiningum fyrir fólk um hvernig er hægt að lifa í sátt við náttúruna í hringiðu neyslusamfélagsins.   

Undanfarin ár hefur Margrét unnið hjá Geðhjálp, Kvennaathvarfinu og hjúkrunarheimilinu Grund, en einnig sinnt aukavinnu í búsetukjarna fyrir fólk með fíknisjúkdóma þar sem hugmyndafræði skaðaminnkunar er höfð að leiðarljósi. Hún tók þátt í að opna Kaffihús Vesturbæjar þar sem hún var vert fyrsta árið sem kaffihúsið var starfrækt. Frá ársbyrjun 2018 hefur hún starfað á Gljúfrasteini - húsi skáldsins í Mosfellsdal. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár