Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Margrét Marteinsdóttir hefur störf á Stundinni

Mar­grét hlaut blaða­manna­verð­laun ár­ið 2019 fyr­ir um­fjöll­un árs­ins um ham­fara­hlýn­un ásamt fleir­um á rit­stjórn Stund­ar­inn­ar.

Margrét Marteinsdóttir hefur störf á Stundinni

Margrét Marteinsdóttir hefur hafið störf sem blaðamaður á Stundinni. 

Hún var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun. Umfjöllunin hlaut að auki tilnefningu til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins, þar sem hún þótti vönduð, ítarleg og myndræn. 

Fyrri umfjallanir Margrétar fyrir Stundina má lesa hér, en þar á meðal eru viðtöl við stúlkurnar á Laugalandi, reynslusaga ungrar konu sem var neydd í hjónaband ellefu ára og úttekt á reynslu fólks af fordómum gegn fíkniefnaneytendum, auk þess sem hún hélt utan um aukablöð um bókmenntir fyrir síðustu jól. 

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV þar sem hún hafði yfirumsjón með fimm útvarpsþáttum: Morgun- og Síðdegisútvarpinu á Rás 2, Speglinum, Vikulokunum og Hádegisútvarpinu. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2.

Árið 2014 skrifaði hún bókina Vakandi veröld – ástaróður sem er handbók með leiðbeiningum fyrir fólk um hvernig er hægt að lifa í sátt við náttúruna í hringiðu neyslusamfélagsins.   

Undanfarin ár hefur Margrét unnið hjá Geðhjálp, Kvennaathvarfinu og hjúkrunarheimilinu Grund, en einnig sinnt aukavinnu í búsetukjarna fyrir fólk með fíknisjúkdóma þar sem hugmyndafræði skaðaminnkunar er höfð að leiðarljósi. Hún tók þátt í að opna Kaffihús Vesturbæjar þar sem hún var vert fyrsta árið sem kaffihúsið var starfrækt. Frá ársbyrjun 2018 hefur hún starfað á Gljúfrasteini - húsi skáldsins í Mosfellsdal. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár