Það virtist sem ástandið gæti hreinlega ekki orðið verra en það var í Líbanon þegar nýr forsætisráðherra, Najib Mikati, tók við í september. Stjórnarmyndunarviðræður höfðu þá tekið rúma þrettán mánuði, allt logaði í deilum vegna rannsóknar á mannskæðri sprengingu í Beirút í fyrra og ný stjórn stóð frammi fyrir verstu efnahagskreppu síðan í lok borgarastríðsins mannskæða í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar.
Mikil uppbygging átti sér stað eftir það stríð, menntunarstigið var og er hátt miðað við mörg grannríki og um tíma ríkti nokkur bjartsýni um framtíð Líbanons. Höfuðborgin, Beirút, hefur stundum verið kölluð París Mið-Austurlanda. Innviðir ríkisins voru byggðir upp á ný með erlendri fjárfestingu, ferðamannaiðnaðurinn blómstraði og matsfyrirtæki og alþjóðabankar jusu lofi á hagstjórn ríkisins.
Bankar landsins stóðu til dæmis vel af sér alþjóðlegu fjármálakreppuna árið 2008 þegar hlutabréfamarkaðurinn í Líbanon óx um meira en 50%, aðeins sex önnur lönd í heiminum gátu státað af hækkun hlutabréfavísitölu sinnar …
Athugasemdir