Við erum stödd í afskekktri sveit með Hraundranga vofandi yfir. Fyrir neðan er bóndabær og í hlöðunni er lamb að fæðast. Hjón taka á móti lambinu – en taka það svo með sér inn í bæinn og ala gimbrina upp sem sína eigin dóttur. Það er aðfangadagskvöld og jólalög í útvarpinu – og allt gerist þetta í upphafi Dýrsins, fyrstu myndar Valdimars Jóhannssonar í fullri lengd.
Kvikmyndin rataði á topplista í Bandaríkjunum með yfir milljón dollara tekjur frumsýningarhelgina, hlaut frumleikaverðlaun í Cannes og var tilnefnd sem uppgötvun ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Í Variety er myndinni lýst sem þjóðsögulegri sveitasælu-hrollvekju, Cineuropa segir myndina hjartnæma þrátt fyrir geggjunina og Hollywood Reporter talar um sláandi sterka frumraun.
En hvernig byrjaði þetta allt saman?
„Ég bjó mér til svona skissubók, þar sem ég var búinn að klippa út alls konar myndir og málverk og var búinn að teikna og búa til svona klippimyndir. Ég …
Athugasemdir