Ármann Þorvaldsson, aðstoðarforstjóri Kviku banka, átti að minnsta kosti tvö aflandsfélög í skattaskjólum. Annað var á Tortólu og heitir Addis Partners S.A. og átti Ármann það einn á meðan hitt heitir Waltina Assets og er í Panama. Fleiri hluthafar voru að Panamafélaginu. Ármann stofnaði fyrrnefnda félagið á Tortólu árið 2012 en eignaðist hitt félagið árið 2015. Þetta kemur fram í Pandóruskjölunum svokölluðu.
Ármann, sem er þekktastur fyrir að vera fyrrverandi forstjóri Kaupþing Singer og Friedlander í London á árunum fyrir hrun, segir í svörum við spurningum Stundarinnar að hann hafi stofnað bæði félögin „um og eftir 2010“. Hann segist ekki hafa átt neina hluti í félögunum þegar hann hóf störf hjá Kviku: „Þessi félög sem þú nefnir voru stofnuð um og eftir 2010 þegar ég var búsettur í Bretlandi og vann einkum í ráðgjafarverkefnum og eigin fjárfestingum. Af þessum félögum hef ég greitt alla skatta og gjöld sem …
Athugasemdir