Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mogginn, Fréttablaðið og Sýn fá 62 prósent ríkisstyrksins

Þrjú út­gáfu­fé­lög fá há­marks­styrk frá rík­inu upp á 81 millj­ón hver. Sam­tals taka þrír stærstu fjöl­miðl­arn­ir til sín rúm­lega 62 pró­sent af rík­is­styrkj­um til einka­rek­inna fjöl­miðla.

Mogginn, Fréttablaðið og Sýn fá 62 prósent ríkisstyrksins
Mogginn Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, er eitt þriggja útgáfufélaga sem fær hámarksúthlutun frá ríkinu. Félagið hefur verið rekið með tapi undanfarin ár.

Árvakur, Sýn og Torg fá hámarksúthlutun samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndar mennta- og menningarmálaráðuneytisins um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hver útgáfa fyrir sig fær rúma 81 milljón króna. Samtals fá þrír stærstu fjölmiðlarnir 244 milljónir króna, sem eru tæplega 63 prósent af þeim 392 milljónum sem úthlutað var í heildina.  

Meðal annarra útgáfufélaga og fjölmiðla sem fengu styrk voru Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, sem fékk 26 milljónir og Útgáfufélagið Stundin fær 25 milljónir. Aðrir miðar sem fá yfir 10 milljónir eru N4, sem fær 19 milljónir, Kjarninn, sem fær 14 milljónir og Bændasamtök Íslands, sem gefa út Bændablaðið, sem fá 12 milljónir.

Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd segir að tveimur umsóknum hafi verið hafnað og að tveimur til viðbótar hafi verið vísað frá. Þeim umsóknum sem vísað var frá var skilað eftir að umsóknarfresturinn rann út.

Fær galinn stuðning

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, sem heldur úti Stöð 2, Vísi, Bylgjunni og nokkrum öðrum útvarpsstöðvum, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku að sér þætti galið að fyrirtæki á borð við Sýn og Árvakur, sem reki stóra fjölmiðla, njóti sérstaks ríkisstuðnings. Slíkur stuðningur ætti að vera bundinn við minni miðla, miðla á landsbyggðinni eða þá sem leggja stund á rannsóknarblaðamennsku eingöngu.

„Það er náttúrulega bara galið að við séum að þiggja peninga af ríkinu og séum styrkt af ríkinu. Við erum gríðarlega öflugur fjölmiðill, með fjölda áskrifenda. Við erum með ótal tækifæri,“ sagði hann fyrir fjórum dögum síðan. Sýn er sem fyrr segir að fá 81 milljón frá ríkinu nú. 

Undir þetta sjónarmið tók Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og einn eigenda Kjarnans. „Bætum umhverfi allra fjölmiðla með margháttuðum aðgerðum sem gagnast stórum og smáum. Styrkir eru fyrir litla og vaxandi miðla. Þjóðin fær í staðinn öfluga og fjölbreytta fjölmiðlaflóru. Allir vinna,“ skrifaði hann um málið á Twitter.

Kjarninn miðlar fá 14 milljónir samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndarinnar. 

Árlegur taprekstur

Einkareknir fjölmiðlar fengu styrk í fyrsta sinn á síðasta ári, þá undir yfirskini að um væri að ræða aðgerð til að bregðast við tekjutapi sökum COVID-19 faraldursins.

Árvakur fékk þá 99,9 milljónir króna. Engu að síður tapaði miðillinn 75 milljónum króna. Útgáfufélagið hefur í raun tapað á hverju einasta ári frá því að útgáfan var keypt af nýjum eigendum eftir hrun, árið 2009. Tapið hefur samtals numið 2,5 milljörðum, samkvæmt greiningu Kjarnans.  '

Sýn hefur líka verið rekið með tapi. Samkvæmt upplýsingum um rekstur þess nam tapið á síðasta ári 405 milljónum króna og hefur fyrirtækið verið rekið með tapi það sem af er árinu í ár. 

Ekki liggja fyrir upplýsingar um rekstur Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, á síðasta ári þar sem félagið hefur ekki skilað ársreikningi, samkvæmt upplýsingum á vef Skattsins. Árið 2019 skilaði útgáfufélagið aftur á móti tapi upp á 212 milljónir króna. 

Kakan alltaf jafn stór en sneiðarnar ekki

Reglurnar gera ráð fyrir að fjölmiðlar geti fengið allt að 25 prósent af rekstrarkostnaði endurgreiddann en styrkupphæðin ræðst þó af fjölda umsókna og umfang þeirra, enda er fyrirframákveðin upphæð til skiptanna. Með öðrum orðum lækkar styrkurinn sem hver og einn getur fengið eftir því sem fleiri sækja um. 

Að þessu sinni voru það Árni Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, Stefán Svavarsson endurskoðandi og Valgerður Anna Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem skipuðu úthlutunarnefndina. 

Útgáfufélag Styrkur
Árvakur hf. (Morgunblaðið, mbl.is og K100) 81.450.544
Sýn hf. (Stöð 2, Bylgjan, Vísir og fleiri miðlar) 81.450.544
Torg ehf. (Fréttablaðið, DV og Hringbraut) 81.450.544
Myllusetur ehf. (Viðskiptablaðið, Frjáls verslun og fleiri miðlar) 26.834.860
Útgáfufélagið Stundin ehf. 25.303.378
N4 ehf. 19.401.735
Kjarninn miðlar ehf. 14.405.244
Bændasamtök Íslands (Bændablaðið) 12.417.595
Skessuhorn ehf. 9.311.410
Víkurfréttir ehf. 6.681.581
MD Reykjavík ehf. (Iceland Review) 5.756.188
Fröken ehf. (Reykjavík Grapevine) 5.188.036
Fótbolti ehf. (Fótbolti.net) 4.900.573
Útgáfufélag Austurlands ehf. (Austurfrétt) 3.369.770
Elísa Guðrún ehf. (Lifandi vísindi) 3.294.881
Útgáfufélagið ehf. (Vikublaðið) 2.456.080
Steinprent ehf. (Bæjarblaðið Jökull) 1.925.017
Tunnan prentþjónusta ehf. (DB blaðið og Hellan) 1.788.100
Leturstofan ehf. (Tígull) 1.461.257

Fyrirvari: Útgáfufélag Stundarinnar, sem gefur út Stundina.is, fær 25 milljónir króna samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár