Geir Valur Ágústsson á Akureyri er skattakóngur Norðurlands eystra árið 2020. Geir er framkvæmdstjóri fjármálasviðs Air Atlanta og á 30 prósenta hlut í flugfélaginu. Á síðasta ári greiddi Geir um 45,4 milljónir króna í skatta samkvæmt álagningarskrá. Rétt tæpur helmingur voru fjármagnsskattur, 22 milljónir króna.
Geir hafði 154 milljónir í heildarárstekjur á síðasta ári. Þar af voru 100 milljónir í fjármagnstekjur. Launatekjur Geirs voru rúmar 4,5 milljónir króna á mánuði. Geir situr í stjórnum ýmissa félaga, fimmtán alls og í framkvæmdastjórn þriggja.
Í öðru sæti er Atli Örvarsson tónskáld á Akureyri. Atli greiddi rúmar 40 milljónir króna í skatta á síðasta ári þar af um 26 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Fjármagnstekjur Atli árið 2020 námu tæpum 118 milljónum króna og heildarárstekjur hans voru 151,6 milljónir króna.
Atli hefur um árabil verið umsvifamikill og virtur tónsmiður í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Hollywood. Þannig semur hann tónlist …
Athugasemdir