Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nýtt fagráð Landspítalans: „Búið að benda á vandann í mörg ár“

Rúma­nýt­ing á með­ferða­deild Land­spít­al­ans var hvergi und­ir 96% í maí, áð­ur en ný bylgja Covid-far­ald­urs­ins fór af stað. Fagráð Land­spít­al­ans, sem var stofn­að í maí, send­ir frá sér áskor­un á heil­brigð­is­ráð­herra, fjár­mála­ráð­herra og fram­kvæmda­stjórn Land­spít­al­ans.

Nýtt fagráð Landspítalans: „Búið að benda á vandann í mörg ár“
Frá Landspítalanum Meðferðadeildir ættu að vera með 85% rúmanýtingu en engin þeirra fór undir 96% í maí síðastliðnum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nýtt fagráð Landspítalans hefur sent frá sér sína fyrstu áskorun þar sem bent er á að ofálag á Landspítalanum hafi átt sér stað óháð covid-bylgjunni.

Skorað er á heilbrigðisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og framkvæmdastjórn Landspítala „að gera það sem þarf til að heilbrigðiskerfið, með Landspítala í fararbroddi, sé eftirsóttur vinnustaður þar sem veitt sé besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á hverju sinni“.

Í áskoruninni er bent á að starfsfólkið búi við margvíslegt óvenjulegt álag, sem tengist bæði covid-faraldrinum og öðrum fyrirliggjandi aðstæðum, og að það grafi jafnframt undan mönnun sem enn auki á álagið.

Dreift ábyrgðarsvið Bjarni Bendiktsson fjármálaráðherra hefur talað um skort á skilvirkni á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og er málaflokkurinn á hennar könnu.

Þannig sé heilbrigðiskerfið illa í stakk búið til að takast á við covid-vandann, enda hafi í maímánuði „rúmanýting á meðferðarsviði á Landspítala hvergi [verið] undir 96%, þar sem æskileg rúmanýting á bráðasjúkrahúsi er 85%“. 

„Að veita heilbrigðisþjónustu í farsótt er flókið og krefjandi. Starfsfólk þarf að vera stöðugt á verði, sýna sveigjanleika og ganga inn í aðstæður þar sem ríkir óvissa. Starfsfólk hefur þurft að vera í íþyngjandi hlífðarbúnaði sem gerir starfið mun erfiðara auk þess sem það kallar á aukin mannafla. Starfsfólk býr jafnframt við áreiti utan vinnu t.d. þegar óskað er eftir auknu vinnuframlagi eða því að starfsfólk búi í einhvers konar sóttvarnakúlu umfram aðra í samfélaginu. Á sama tíma er starfsfólk í sumarfríi, fólk sem er margt búið að standa vaktina í meira en ár, undir gríðarlegu álagi,“ segir í yfirlýsingunni.

Rúmnýting yfir mörkum fyrir covid

Á smitsjúkdómadeild Landspítalans var rúmanýting 99% í maí, en þá lá engu að síður enginn inni á spítalanum vegna Covid-19 faraldursins. „Þegar hún er orðin full þá er Lungnadeild A6 breytt í COVID deild og þar er rúmanýting í maí 101%. Hafa ber í huga að í maí voru það ekki sjúklingar með COVID sem lágu á þessum deildum heldur aðrir sem þurfa sérhæfða þjónustu sem veitt er þarna, þjónustu sem þarf nú að veita á öðrum deildum sem eru flestar með rúmanýtingu yfir 95%.“

Þannig bendir fagráðið á að ekki „þýði að hika lengur“, því stjórnvöld og stjórnendur spítalans þurfi að byggja upp heilbrigðiskerfið allt til að hindra óviðunandi vinnuaðstæður.

„Fagráð Landspítala leggur áherslu á að stjórnvöld, sem og stjórnendur Landspítala, leiti allra leiða við að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður t.d. með því að skapa umhverfi þar sem ekki er þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríum og að alltaf sé tryggt að ekki sé gengið á réttindi fólks. Til þess að þetta sé hægt þarf að fara í verulega uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu öllu. Stofnanir þurfa að vinna þétt saman. Það þýðir ekki að hika lengur, búið er að benda á vandann í mörg ár, nú sem aldrei fyrr er tækifæri til úrbóta.“

Fagráðið var stofnað 1. maí síðastliðinn  og er skipað fulltrúum lækna, sjúkraliða, rannsóknarstétta, þjálfunarstétta og viðtalsstétta. Þannig eru læknir, tveir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliði, sjúkraþjálfari, sálfræðingur og náttúrufræðingur í fagráðinu. Sex fulltrúanna eru skipaðir af fagstéttum spítalans en sá sjöundi af forstjóra Landspítalans, Páli Matthíassyni.

Fólk koðni niður í starfi

Stundin ræddi við starfólk á Landspítalanum í júnímánuði sem lýsti sumt hvert vinnustaðnum sem hamfarasvæði. „Maður sér fólk bara koðna niður í starfi hérna,“ útskýrði Eysteinn Orri Gunnarsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, í samtali við Stundina. „Fólk er á heljarþröm að komast í gegnum daginn sinn og það getur ekki hætt. Það er með fjölskyldur heima og hafa allar sínar skyldur sem lífið býður upp á og lendir svo í því að geta varla unnið en það verður að gera það.“

Deilt um ábyrgðina

Áskorun fagráðsins er beint til fjármálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins og framkvæmdastjórnar Landspítalans, en þetta eru þeir þrír aðilar sem bera opinberlega ábyrgð á starfrækslu spítalans. Skot hafa gengið á milli þessara aðila síðustu daga.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í síðustu viku að vandi spítalans yrði ekki eingöngu leystur með fjárframlögum. „Við þurf­um að ganga eft­ir því að af­köst­in í kerf­inu vaxi til sam­ræm­is við bætta mönn­un og betri fjár­mögn­un.“ Þá sagði hann „auðvitað rosalegt ef við með þennan árangur í bólusetningm stöndum frammi fyrir því að þurfa að grípa til frekari ráðstafana innanlands vegna þessa vanda sem hefur í sjálfu sér ekkert með covid-heimsfaraldurinn að gera heldur bara viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins“.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagðist á móti ekki „vita hvað fjármálaráðherra [væri] að tala um“ varðandi skilvirkni: „Vissulega eru ákveðnir veikleikar í heilbrigðiskerfinu, ekki síst í fjármögnun sem er löngu þekkt. Hins vegar varðandi afköst spítalans, við erum að kalla folk úr sumarleyfi og við erum með deildir sem eru 150% setnar. Spítalinn er rekinn á langtum lægra verði en sambærilegir spítalar erlendis þannig ég veit ekki hvað er verið að tala um með afköst.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
Hann var búinn að öskra á hjálp
6
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár