Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Klaustursmálið „mjög ósanngjarnt“ fyrir Miðflokkinn

Ólaf­ur Ís­leifs­son, Gunn­ar Bragi Sveins­son og Þor­steinn Sæ­munds­son fara af þingi í haust. Þor­steinn seg­ir ástæðu þess að hann sé ekki á lista vera ákall eft­ir kon­um. Stofn­með­lim­ur flokks­ins seg­ir Klaust­urs­mál­ið enn hafa gríð­ar­leg áhrif á flokk­inn en þeir þing­menn sem þar sátu eru all­ir á fram­boðs­lista fyr­ir ut­an Ólaf.

Klaustursmálið „mjög ósanngjarnt“ fyrir Miðflokkinn

Tveir af níu þingmönnum Miðflokksins eru ekki á framboðslistum flokksins til alþingiskosninga í haust. Það eru þeir Ólafur Ísleifsson og Þorsteinn Sæmundsson. Gunnar Bragi Sveinsson fær heiðurssæti, en snýr ekki aftur á þing.

Ólafur er þannig eini þingmaðurinn sem var staddur á Klausturbar þann 20. nóvember 2018, sem ekki fær sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar þrátt fyrir að hafa sýnt því áhuga. Flokkurinn mælist nú með um 6 til 7 prósent fylgi í skoðanakönnunum, töluvert frá fylgi hans í síðustu kosningum sem var tæp 11 prósent og skilaði sjö þingmönnum.

Hólmgeir Karlsson, einn stofnmeðlima flokksins, sem nú hefur sagt upp störfum fyrir flokkinn vegna óánægju með hlut kvenna þar, segir Klaustursmálið enn hafa „gríðarleg áhrif á flokkinn“ og að með því að stilla upp konum á listana sé flokkurinn að segja að þau viðhorf og gildi sem komu fram á Klausturbar endurspegli ekki viðhorf flokksins.

Klaustursmenn enn inni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár