25. júní síðastliðinn vorum við með fyrstu þjóðum til að aflétta öllum takmörkunum. Grímurnar fuku, barirnir biðu og hjörtu landsmanna hömuðust samtaka. Ungar sálir sem aldnar óskuðu hver annarri til hamingju, núna væri þetta komið, nú værum við frjáls.
Um síðustu mánaðamót vorum við vongóð, tilbúin að breiða út vængina og fljúga í frelsið, en það stoppaði stutt.
Sumir nýttu sér tækifærið og leituðu sér ævintýra út fyrir landsteinana meðan aðrir upplifðu frelsið í faðmi fjölskyldumeðlima sem lengi höfðu verið einangraðir. Aðrir leiddu hugann að skólagöngunni, önninni sem er að ganga í garð. Frelsið að þurfa ekki að vera föst í faðmi internetsins, að geta hlýtt á kennara með samnemendur sína sér við hlið. Foreldra dreymdi um leikskólaönn frjálsa við streituna að vinna með barn sem kallar stanslaust á athygli. Dansglaðir hittust og dönsuðu fram á rauða nótt, áhyggjulausir og hamingjusamir.
Nú þegar fjórða bylgjan er komin af stað þurfum …
Athugasemdir