Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Heimilt að leyfa olíuleit við Íslandsstrendur

Rík­is­stjórn Græn­lands hef­ur hætt olíu­leit vegna ham­fara­hlýn­un­ar. Ís­lensk stjórn­völd hafa ekki gef­ið út slíka yf­ir­lýs­ingu, en síð­ustu fyr­ir­tæk­in til að skoða olíu­vinnslu á Dreka­svæð­inu viku frá ár­ið 2018.

Heimilt að leyfa olíuleit við Íslandsstrendur
Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Engar ákvarðanir hafa verið teknar um olíuvinnslu við Ísland frá því síðasta leyfinu var skilað 2018.

Áhugasöm fyrirtæki geta enn sótt um leyfi til olíuleitar við Íslandsstrendur og hafa stjórnvöld ekki tekið ákvörðun um annað þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu eins stjórnarflokksins.

Ríkisstjórn Grænlands lýsti því yfir í júlí að allri olíuleit við strendur landsins yrði hætt, enda þyrftu stjórnvöld ríkis á Norðurslóðum að „taka hamfarahlýnun alvarlega“. Engin olía hefur enn fundist við landið, en möguleikinn á tilvist auðlinda hefur lengi vakið vonir um að slíkur iðnaður gæti styrkt efnahag landsins. Bráðnun hafíss vegna hækkandi hitastigs gæti bætt aðgengi á svæðinu, en rannsóknir benda til þess að jafngildi 17,5 milljarða olíutunna og gjöfular gaslindir séu þar til staðar.

„Framtíðin er ekki í olíu,“ sagði ríkisstjórn Grænlands í yfirlýsingu, þar sem fram kom að hún vildi taka þátt í að berjast gegn hamfarahlýnun. „Framtíðin liggur í endurnýtanlegum orkugjöfum og að því leytinu til höfum við mikið að vinna.“ 

Jafnaðarflokkurinn Inuit Ataqatigiit tók nýlega við völdum og hefur einnig …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
2
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár