Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bóluefni fyrir alla Íslendinga kostaði milljarð

Ból­efni fyr­ir alla ís­lensku þjóð­ina við Covid-19 virð­ist kosta rétt rúm­an millj­arð króna. Bú­ið er að kaupa bólu­efni fyr­ir 1,1 millj­arð þeg­ar 80 pró­sent íbúa hafa feng­ið fulla bólu­setn­ingu. Um tíu pró­sent eiga eft­ir að fá einn bólu­efna­skammt í við­bót og svo eiga stjórn­völd eft­ir að skila 40 þús­und skömmt­um til Sví­þjóð­ar og Nor­egs.

Bóluefni fyrir alla Íslendinga kostaði milljarð
Stunga Hver stunga af bóluefni við COVID-19 getur kostað allt frá nokkur hundruð krónum til rúmlega þrettán þúsunda. Heildarkostnaður við kaup á bóluefnum hefur verið 1,1 milljarður króna. Mynd: Páll Stefánsson

Íslenska ríkið hefur reitt fram 1,1 milljarð vegna kaupa á bóluefnum við Covid-19. Stærstur hluti kostnaðarins hefur farið í kaup á efnum Pfizer og AstraZeneca. Þetta kemur fram í tölum frá heilbrigðisráðuneytinu. Þó 20 prósent bólusettra hafi fengið bóluefni lyfjafyrirtækisins Janssen er minnstur kostnaður við kaup á því efni. 

Um helmingur skammta þess efnis fékkst að láni frá Svíþjóð. Norðmenn lánuðu Íslendingum svo 16 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca en samtals hafa 112 þúsund slíkir skammtar verið gefnir hér á landi. Ísland á eftir að kaupa skammta í staðinn fyrir þá til að skila til baka. Ólíklegt er að það verði kostnaðarsamt því bóluefnin tvö eru þau ódýrustu sem gefin eru á Íslandi.

Fá skammtinn á klink

Skammturinn af AstraZeneca er langódýrstur þeirra bóluefna sem notuð hafa verið á Íslandi. Samkvæmt tölum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland keypt AstraZeneca skammta fyrir um 35 milljónir króna en 112 þúsund slíkir skammtar hafa verið gefnir. Það þýðir að hver skammtur hefur kostað um það bil 370 krónur. 

Hafa verður í huga að þessir útreikningar byggja á tölum um gefna skammta og heildarkostnað við bólefnakaup. Ráðuneytið segir að trúnaður ríki um samningana sem gerðir voru við lyfjafyrirtækin og hafa þeir ekki fengist afhentir.

Bóluefni Janssen, sem auðveldara er í allri meðhöndlun og krefst eins skammtar en ekki tveggja líkt og hin efnin, hefur verið gefið rúmlega 50 þúsund sinnum. Kostnaðurinn við kaup á efninu nemur þó aðeins 27,5 milljónum. Um helmingur skammtanna er ógreiddur, þar sem þeir fengust að láni frá Svíþjóð, og má því gera ráð fyrir að kostnaðurinn eigi eftir að um það bil tvöfaldast. Að teknu tilliti til þess má finna út að skammturinn af Janssen hafi kostað rúmar þúsund krónur.

Margfaldur munur á efnum

Á hinum enda skalans er bóluefni Moderna. Það er langsamlega dýrasta bóluefnið sem notað er á Íslandi. Tæplega 46 prósent kostnaðar við bóluefnakaup eru vegna þess efnis, eða samtals um 514 milljónir króna. 38 þúsund Moderna-skammtar hafa verið gefnir og má því reikna út að hver þessara skammta hafi kostað tæpar 13.500 krónur. Gefa þarf tvo skammta af efninu til að einstaklingur teljist fullbólusettur og kostar því bólusetning hvers og eins 27 þúsund krónur. Samanborið við Janssen og AstraZeneca er 26 til 37 sinnum dýrara að bólusetja með Moderna.

Pfizer lendir svo mitt á milli. Skammturinn þar virðist kosta rúmar 2.150 krónur. Tveggja skammta er krafist og full bólusetning fæst því á 4.300, miðað við útlagaðan kostnað vegna kaupa á efninu og fjölda gefinna skammta. Samtals hefur íslenska ríkið keypt Pfizer-skammta fyrir 523,6 milljónir króna en langflestir bólusettir Íslendingar, um það bil 130 þúsund einstaklingar, hafa fengið það efni. 

Kaupum ekki mikið meira

Heimildir til kaupa á bóluefnum við Covid-19 eru að klárast. Samþykkt var að verja allt að 1,4 milljörðum króna til verkefnisins en nú er búið að eyða 1,1 milljarði og flestir þeir sem vilja bólusetningu hafa verið bólusettir.

Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum heilbrigðisráðuneytisins er nú unnið að því að skila skömmtum til Svíþjóðar og Noregs auk þess sem síðustu skipulögðu bólusetningadagarnir eru nú að líða. Til skoðunar er að bjóða börnum allt niður í 12 ára bólusetningu þegar grunnskólar hefjast að nýju í haust en bóluefni Pfizer má nota á svo ung börn. Bólusetning hér á landi hefur hingað til takmarkast við 16 ára og eldri. 

Engu að síður er ekki gert ráð fyrir öðru en að afgangur verði af bóluefnakaupaheimildinni þegar öllu verður aflokið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár