Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bóluefni fyrir alla Íslendinga kostaði milljarð

Ból­efni fyr­ir alla ís­lensku þjóð­ina við Covid-19 virð­ist kosta rétt rúm­an millj­arð króna. Bú­ið er að kaupa bólu­efni fyr­ir 1,1 millj­arð þeg­ar 80 pró­sent íbúa hafa feng­ið fulla bólu­setn­ingu. Um tíu pró­sent eiga eft­ir að fá einn bólu­efna­skammt í við­bót og svo eiga stjórn­völd eft­ir að skila 40 þús­und skömmt­um til Sví­þjóð­ar og Nor­egs.

Bóluefni fyrir alla Íslendinga kostaði milljarð
Stunga Hver stunga af bóluefni við COVID-19 getur kostað allt frá nokkur hundruð krónum til rúmlega þrettán þúsunda. Heildarkostnaður við kaup á bóluefnum hefur verið 1,1 milljarður króna. Mynd: Páll Stefánsson

Íslenska ríkið hefur reitt fram 1,1 milljarð vegna kaupa á bóluefnum við Covid-19. Stærstur hluti kostnaðarins hefur farið í kaup á efnum Pfizer og AstraZeneca. Þetta kemur fram í tölum frá heilbrigðisráðuneytinu. Þó 20 prósent bólusettra hafi fengið bóluefni lyfjafyrirtækisins Janssen er minnstur kostnaður við kaup á því efni. 

Um helmingur skammta þess efnis fékkst að láni frá Svíþjóð. Norðmenn lánuðu Íslendingum svo 16 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca en samtals hafa 112 þúsund slíkir skammtar verið gefnir hér á landi. Ísland á eftir að kaupa skammta í staðinn fyrir þá til að skila til baka. Ólíklegt er að það verði kostnaðarsamt því bóluefnin tvö eru þau ódýrustu sem gefin eru á Íslandi.

Fá skammtinn á klink

Skammturinn af AstraZeneca er langódýrstur þeirra bóluefna sem notuð hafa verið á Íslandi. Samkvæmt tölum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland keypt AstraZeneca skammta fyrir um 35 milljónir króna en 112 þúsund slíkir skammtar hafa verið gefnir. Það þýðir að hver skammtur hefur kostað um það bil 370 krónur. 

Hafa verður í huga að þessir útreikningar byggja á tölum um gefna skammta og heildarkostnað við bólefnakaup. Ráðuneytið segir að trúnaður ríki um samningana sem gerðir voru við lyfjafyrirtækin og hafa þeir ekki fengist afhentir.

Bóluefni Janssen, sem auðveldara er í allri meðhöndlun og krefst eins skammtar en ekki tveggja líkt og hin efnin, hefur verið gefið rúmlega 50 þúsund sinnum. Kostnaðurinn við kaup á efninu nemur þó aðeins 27,5 milljónum. Um helmingur skammtanna er ógreiddur, þar sem þeir fengust að láni frá Svíþjóð, og má því gera ráð fyrir að kostnaðurinn eigi eftir að um það bil tvöfaldast. Að teknu tilliti til þess má finna út að skammturinn af Janssen hafi kostað rúmar þúsund krónur.

Margfaldur munur á efnum

Á hinum enda skalans er bóluefni Moderna. Það er langsamlega dýrasta bóluefnið sem notað er á Íslandi. Tæplega 46 prósent kostnaðar við bóluefnakaup eru vegna þess efnis, eða samtals um 514 milljónir króna. 38 þúsund Moderna-skammtar hafa verið gefnir og má því reikna út að hver þessara skammta hafi kostað tæpar 13.500 krónur. Gefa þarf tvo skammta af efninu til að einstaklingur teljist fullbólusettur og kostar því bólusetning hvers og eins 27 þúsund krónur. Samanborið við Janssen og AstraZeneca er 26 til 37 sinnum dýrara að bólusetja með Moderna.

Pfizer lendir svo mitt á milli. Skammturinn þar virðist kosta rúmar 2.150 krónur. Tveggja skammta er krafist og full bólusetning fæst því á 4.300, miðað við útlagaðan kostnað vegna kaupa á efninu og fjölda gefinna skammta. Samtals hefur íslenska ríkið keypt Pfizer-skammta fyrir 523,6 milljónir króna en langflestir bólusettir Íslendingar, um það bil 130 þúsund einstaklingar, hafa fengið það efni. 

Kaupum ekki mikið meira

Heimildir til kaupa á bóluefnum við Covid-19 eru að klárast. Samþykkt var að verja allt að 1,4 milljörðum króna til verkefnisins en nú er búið að eyða 1,1 milljarði og flestir þeir sem vilja bólusetningu hafa verið bólusettir.

Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum heilbrigðisráðuneytisins er nú unnið að því að skila skömmtum til Svíþjóðar og Noregs auk þess sem síðustu skipulögðu bólusetningadagarnir eru nú að líða. Til skoðunar er að bjóða börnum allt niður í 12 ára bólusetningu þegar grunnskólar hefjast að nýju í haust en bóluefni Pfizer má nota á svo ung börn. Bólusetning hér á landi hefur hingað til takmarkast við 16 ára og eldri. 

Engu að síður er ekki gert ráð fyrir öðru en að afgangur verði af bóluefnakaupaheimildinni þegar öllu verður aflokið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár