Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Einn af um 86 þúsund fengið sjaldgæfa aukaverkun COVID-bóluefnis

Bólu­setn­ing gegn Covid-19 hef­ur or­sak­að al­var­leg veik­indi í einu til­viki hér á landi. Þá er ekki hægt að úti­loka að bólu­setn­ing hafi orð­ið öðr­um ald­ur­tila. Þetta sýna nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á veg­um Lyfja­stofn­un­ar.

Einn af um 86 þúsund fengið sjaldgæfa aukaverkun COVID-bóluefnis
Bólusett Góður gangur hefur verið í bólusetningu við COVID-19 á Íslandi undanfarnar vikur. Hlutfall þeirra sem hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni er komið yfir 75 prósent hjá þeim sem eru eldri en 16 ára. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eitt andlát gæti mögulega tengst bólusetningu við COVID-19 á Íslandi. Í fjórum öðrum tilvikum er talið ólíklegt að andlát hafi orsakast af aukaverkunum bólusetninga. Þetta er niðurstaða óháðra sérfræðinga á meintum alvarlegum aukaverkunum bóluefna gegn COVID-19 á vegum Lyfjastofnunar.

Matið er sett fram á skalanum frá því að ólíklegt sé að bóluefni hafi orsakað veikindi eða andlát, að mögulegt sé að bóluefnið hafi gert það og að líklegt sé að svo sé. Þetta eina andlát sem kannað var og ekki hægt að útiloka að sé afleiðing bólusetningar er þó aðeins talið ólíklegt til mögulegt, á þessum skala. 

„Embætti landlæknis fylgist viku fyrir viku með tölfræði dauðsfalla sem og tíðni ákveðinna sjúkdómsgreininga sem gætu tengst þekktum aukaverkunum þeirra fjögurra bóluefna sem nú eru í notkun,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunnar um rannsóknina. „Hingað til hafa engar greinanlegar breytingar orðið á sk. umframdauðsföllum eða tíðni þeirra greininga.“

Hefur orsakað veikindi

Líklegt er að bólusetning með Astra Zeneca hafi valdið einum einstaklingi veikindum; svokölluðum VITT, eða Vaccine induced thrombocytopenia and thrombosis. Það er þekkt aukaverkun bæði Astra Zeneca og Janssen bóluefna. Samkvæmt Lyfjastofnun er það talið gerast hjá einum af hverjum 100 þúsund bólusettum. Samtals hafa um 86 þúsund verið bólusettir hér á landi með þessum tveimur efnum. 

Meirihluti fólks eldra en 16 ára hefur nú verið bólusett með einhverju af þeim fjórum bóluefnum sem eru í notkun á Íslandi. Eftir bólusetningu síðustu daga er hlutfallið komið í 75 prósent, samkvæmt vefnum covid.is

Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að 18 þúsund manns verið fullbólusettir með bóluefni Astra Zeneca og tæpleg 42 þúsund hafa fengið fyrri skammt. Til viðbótar hafa 26 þúsund fengið Janssen bóluefni en aðeins þarf einn skammt af því til að teljast fullbólusettur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár