Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Einn af um 86 þúsund fengið sjaldgæfa aukaverkun COVID-bóluefnis

Bólu­setn­ing gegn Covid-19 hef­ur or­sak­að al­var­leg veik­indi í einu til­viki hér á landi. Þá er ekki hægt að úti­loka að bólu­setn­ing hafi orð­ið öðr­um ald­ur­tila. Þetta sýna nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á veg­um Lyfja­stofn­un­ar.

Einn af um 86 þúsund fengið sjaldgæfa aukaverkun COVID-bóluefnis
Bólusett Góður gangur hefur verið í bólusetningu við COVID-19 á Íslandi undanfarnar vikur. Hlutfall þeirra sem hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni er komið yfir 75 prósent hjá þeim sem eru eldri en 16 ára. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eitt andlát gæti mögulega tengst bólusetningu við COVID-19 á Íslandi. Í fjórum öðrum tilvikum er talið ólíklegt að andlát hafi orsakast af aukaverkunum bólusetninga. Þetta er niðurstaða óháðra sérfræðinga á meintum alvarlegum aukaverkunum bóluefna gegn COVID-19 á vegum Lyfjastofnunar.

Matið er sett fram á skalanum frá því að ólíklegt sé að bóluefni hafi orsakað veikindi eða andlát, að mögulegt sé að bóluefnið hafi gert það og að líklegt sé að svo sé. Þetta eina andlát sem kannað var og ekki hægt að útiloka að sé afleiðing bólusetningar er þó aðeins talið ólíklegt til mögulegt, á þessum skala. 

„Embætti landlæknis fylgist viku fyrir viku með tölfræði dauðsfalla sem og tíðni ákveðinna sjúkdómsgreininga sem gætu tengst þekktum aukaverkunum þeirra fjögurra bóluefna sem nú eru í notkun,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunnar um rannsóknina. „Hingað til hafa engar greinanlegar breytingar orðið á sk. umframdauðsföllum eða tíðni þeirra greininga.“

Hefur orsakað veikindi

Líklegt er að bólusetning með Astra Zeneca hafi valdið einum einstaklingi veikindum; svokölluðum VITT, eða Vaccine induced thrombocytopenia and thrombosis. Það er þekkt aukaverkun bæði Astra Zeneca og Janssen bóluefna. Samkvæmt Lyfjastofnun er það talið gerast hjá einum af hverjum 100 þúsund bólusettum. Samtals hafa um 86 þúsund verið bólusettir hér á landi með þessum tveimur efnum. 

Meirihluti fólks eldra en 16 ára hefur nú verið bólusett með einhverju af þeim fjórum bóluefnum sem eru í notkun á Íslandi. Eftir bólusetningu síðustu daga er hlutfallið komið í 75 prósent, samkvæmt vefnum covid.is

Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að 18 þúsund manns verið fullbólusettir með bóluefni Astra Zeneca og tæpleg 42 þúsund hafa fengið fyrri skammt. Til viðbótar hafa 26 þúsund fengið Janssen bóluefni en aðeins þarf einn skammt af því til að teljast fullbólusettur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár