Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Einn af um 86 þúsund fengið sjaldgæfa aukaverkun COVID-bóluefnis

Bólu­setn­ing gegn Covid-19 hef­ur or­sak­að al­var­leg veik­indi í einu til­viki hér á landi. Þá er ekki hægt að úti­loka að bólu­setn­ing hafi orð­ið öðr­um ald­ur­tila. Þetta sýna nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á veg­um Lyfja­stofn­un­ar.

Einn af um 86 þúsund fengið sjaldgæfa aukaverkun COVID-bóluefnis
Bólusett Góður gangur hefur verið í bólusetningu við COVID-19 á Íslandi undanfarnar vikur. Hlutfall þeirra sem hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni er komið yfir 75 prósent hjá þeim sem eru eldri en 16 ára. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eitt andlát gæti mögulega tengst bólusetningu við COVID-19 á Íslandi. Í fjórum öðrum tilvikum er talið ólíklegt að andlát hafi orsakast af aukaverkunum bólusetninga. Þetta er niðurstaða óháðra sérfræðinga á meintum alvarlegum aukaverkunum bóluefna gegn COVID-19 á vegum Lyfjastofnunar.

Matið er sett fram á skalanum frá því að ólíklegt sé að bóluefni hafi orsakað veikindi eða andlát, að mögulegt sé að bóluefnið hafi gert það og að líklegt sé að svo sé. Þetta eina andlát sem kannað var og ekki hægt að útiloka að sé afleiðing bólusetningar er þó aðeins talið ólíklegt til mögulegt, á þessum skala. 

„Embætti landlæknis fylgist viku fyrir viku með tölfræði dauðsfalla sem og tíðni ákveðinna sjúkdómsgreininga sem gætu tengst þekktum aukaverkunum þeirra fjögurra bóluefna sem nú eru í notkun,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunnar um rannsóknina. „Hingað til hafa engar greinanlegar breytingar orðið á sk. umframdauðsföllum eða tíðni þeirra greininga.“

Hefur orsakað veikindi

Líklegt er að bólusetning með Astra Zeneca hafi valdið einum einstaklingi veikindum; svokölluðum VITT, eða Vaccine induced thrombocytopenia and thrombosis. Það er þekkt aukaverkun bæði Astra Zeneca og Janssen bóluefna. Samkvæmt Lyfjastofnun er það talið gerast hjá einum af hverjum 100 þúsund bólusettum. Samtals hafa um 86 þúsund verið bólusettir hér á landi með þessum tveimur efnum. 

Meirihluti fólks eldra en 16 ára hefur nú verið bólusett með einhverju af þeim fjórum bóluefnum sem eru í notkun á Íslandi. Eftir bólusetningu síðustu daga er hlutfallið komið í 75 prósent, samkvæmt vefnum covid.is

Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að 18 þúsund manns verið fullbólusettir með bóluefni Astra Zeneca og tæpleg 42 þúsund hafa fengið fyrri skammt. Til viðbótar hafa 26 þúsund fengið Janssen bóluefni en aðeins þarf einn skammt af því til að teljast fullbólusettur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár