„Ég fann fyrsta skallablettinn í lok október í fyrra. Hann var pínulítill; eins og fimmkall,“ segir Vilborg Friðriksdóttir, sem hringdi í heilsugæsluna daginn eftir að hún sá fyrsta blettinn, fékk að tala við hjúkrunarfræðing og síðan fékk hún tíma hjá heimilislækninum.
„Fyrsta hugsunin var að ég væri með einhvern ólæknandi sjúkdóm af því að ég var að missa hárið og ég hélt ég væri að deyja. Ég var ofboðslega hrædd. Ég hef í gegnum tíðina verið með fallegt og sítt hár og hef aldrei þurft að nota efni í það að ráði og fékk oft hrós út á hárið. Þannig að hárið var stór hluti af mér. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt og hárið er það eina við mig sem mér hefur alltaf þótt vænt um.“
Læknirinn vissi ekki hvað olli hármissinum, en fullvisaði Vilborgu um að hún myndi lifa af.
„Hann sagði að ég væri ekki að …
Athugasemdir