„Ég féll með höfuðið á undan mér og ég man skýrt eftir því að ég hugsaði: „Ég verð að lenda vel.“ Ég greip með höndunum fyrir höfuðið og síðan slökknaði á öllu. Ég „lenti vel“, alla vega lifði ég af. En þetta var lífstíðardómur.“
Þannig lýsir Svanur Heiðar Hauksson því þegar hann, árið 1980, féll fram tíu metra fram af þaki húss á Rauðarárstíg, niður á steinsteypt undirlag. Meiðsli Svans voru með þeim hætti að þó hann hafi „lent vel“ að eigin sögn hefur ekki liðið sá dagur síðan að hann hafi ekki verið kvalinn. Þær kvalir hafa haft afleiðingar á allt hans líf síðan, fyrst með því að Svanur varð að taka á honum stóra sínum til að losna undan áþján morfínlyfja og síðan með því að áfengi tók líf hans yfir. En á sinni vegferð, sem orsakaðist af slysinu, fann hann bæði sína köllun og sinn guð.
Svanur …
Athugasemdir