Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Féll tíu metra og varð fíkill

Svan­ur Heið­ar Hauks­son hef­ur síð­ustu fjöru­tíu ár ver­ið kval­inn hvern ein­asta dag eft­ir að hann féll fram af hús­þaki. Flest sem gat brotn­að í lík­ama hans brotn­aði og við tók ára­löng dvöl á sjúkra­hús­um. Þeg­ar hann komst á fæt­ur leit­aði hann á náð­ir áfeng­is til að milda kval­irn­ar en eft­ir ára­langa drykkju tókst hon­um loks að losna und­an áfeng­is­böl­inu. Hann veit­ir nú öldr­uðu fólki með vímu­efna­vanda að­stoð og seg­ist ætla að sinna því með­an hann „held­ur heilsu“.

„Ég féll með höfuðið á undan mér og ég man skýrt eftir því að ég hugsaði: „Ég verð að lenda vel.“ Ég greip með höndunum fyrir höfuðið og síðan slökknaði á öllu. Ég „lenti vel“, alla vega lifði ég af. En þetta var lífstíðardómur.“

Þannig lýsir Svanur Heiðar Hauksson því þegar hann, árið 1980, féll fram tíu metra fram af þaki húss á Rauðarárstíg, niður á steinsteypt undirlag. Meiðsli Svans voru með þeim hætti að þó hann hafi „lent vel“ að eigin sögn hefur ekki liðið sá dagur síðan að hann hafi ekki verið kvalinn. Þær kvalir hafa haft afleiðingar á allt hans líf síðan, fyrst með því að Svanur varð að taka á honum stóra sínum til að losna undan áþján morfínlyfja og síðan með því að áfengi tók líf hans yfir. En á sinni vegferð, sem orsakaðist af slysinu, fann hann bæði sína köllun og sinn guð.

Svanur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár