Tengdar greinar
Mynd dagsins
Mynd dagsins
Umhleypingasamur janúar að baki
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Vaddúddí, vaddúddí
Jaðrakan segir víst vaddúddí, vaddúddí, en stofnstærðin á þessum votlendisfugli er um 70 þúsund varppör. Krían (seinni mynd) er þrisvar sinnum fjölmennari, en hér verpa um 200 þúsund pör. Jaðrakan fer ekki ekki langt til vetursetu, bara til Írlands og suður til Fetlafjarðar, sem heitir víst líka Biskajaflói eða Bizkaiako Golkoa á basknesku. Krían aftur á móti eyðir 5 mánuðum á ári í ferðalög, en það eru 35 þúsund kílómetrar frá vetrarstöðvunum við Suðurskautslandið til Sandgerðis þar sem þessi mynd var tekin í morgun.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Ella í Brákarsundi, Borgarnesi
Trillan Ella, er vorboðinn í Borgarnesi. í aldarfjórðung hefur hún glatt gesti og gangandi þar sem hún lónir í Brákeyjarsundi vor og sumar. Ella var byggð í Stykkishólmi 1975, skírð eftir Snæfelskum kvenskörungi. Þaðan var hún keypt til Borgarnes af Stórútgerðarfélagi Mýrarmanna - aðallega til að veiða borgfisk undir Þormóðsskeri á sérstöku Bessaleyfi. Núverandi eigandi, Sigurður Halldórsson, ætlar sér stærri hluti með Ellu... að breyta henni í samfélagsstjörnu. Fljótlega mun Ella því fá sérstaka Facebook og Instagram síðu.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Hjólaþjófatíminn er núna
Þjófnaður reiðhjólum er nú í fullum gangi, vertíðin er frá miðjum apríl og fram í miðjan september að sögn Gunnars Rúnars Sveinbjarnarsonar, upplýsingafulltrúa lögreglunnar. Hann sagði líka að fólk mætti vera duglegra að athuga hvort lögreglan hefði fundið hjólið. Hjól sem hafa verið í vörslu lögreglunar í yfir eitt ár fara á uppboð. Á uppboðinu í fyrrasumar voru rúmlega hundrað hjól, öll seldust nema tvö barnahjól. Lögreglunni barst 551 tilkynning um hjólastuld í fyrra.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Góðleg gimbur í góða veðrinu
Sauðfé á Íslandi hefur fækkað um meira en helming frá því flest var árið 1977. Þá voru 896 þúsund fjár á vetrarfóðrun en nú í vetur voru þau akkúrat 400 þúsund og hafa þau ekki verið færri síðan 1861. Af öllum þessum fjölda eru hrútarnir aðeins 11 þúsund - en það gera 37 rollur á hvern hrút. Fjöldi sauðfjár nú er litlu meiri en hann var árið 1760 en þá bjuggu hér 43 þúsund manns.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Upp á punkt og prik
Í dag eru upp á dag tíu ár síðan Svisslendingarnir Anthony og Claudia komu fyrst til Íslands og tjölduðu þessu þá nýja tjaldi á Tjaldsvæðinu í Laugardal. Síðastliðin tvö ár hafa þau búið og starfað á Dalvík, en voru í stuttu stoppi í höfuðborginni á leið suður og austur hringinn. Það var eitt annað tjald á tjaldsvæðinu og tveir litlir húsbílar. Lífið er semsagt að færast í eðlilegt horf... ferðafólk á tjaldsvæðinu og grímuskyldan aflögð frá og með deginum í dag.
Athugasemdir (7)