Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mikil fjölgun ofbeldis- og fíkniefnabrota

Mun fleiri of­beld­is­brot voru til­kynnt til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í mars en að með­al­tali síð­ustu mán­uði. Til­kynn­ing­ar um heim­il­isof­beldi eru 28 pró­sent fleiri fyrstu þrjá mánu­uði árs­ins en að með­al­tali á sama tíma síð­ustu þrjú ár. Fjöldi fíkni­efna­brota hef­ur rok­ið upp.

Mikil fjölgun ofbeldis- og fíkniefnabrota
Meira ofbeldi og fíkniefni Tilkynningum um ofbeldisbrot og fíkniefnabrot hefur fjölgað. Mynd: Davíð Þór

Ofbeldisbrotum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli mánaðanna febrúar og mars. Ofbeldisbrotum fjölgar einnig sé horft til meðalstals bæði síðustu sex mánaða og síðustu tólf mánaða. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafa borist 28 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan.

Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í mars voru skráð 718 hegningarlagabrot og fjölgar þeim nokkuð milli mánaða. Engu að síður eru þau brot færri en að meðaltali síðustu sex og síðustu tólf mánuði. Vegur þar mest mikil fækkun innbrota en tilkynningar um þau voru 34 prósentum færri síðasta hálfa árið en að meðaltali. Raunar hafa ekki verið skráð jafn fá innbrot í einum mánuði á síðustu tíu árum og í mars. Um fjögur prósent færri tilkynningar um hegningarlagabrot borist það sem af er ári en báust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár.

230 tilkynningar um heimilisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins

Tilynnt var um 117 ofbeldisbrot í marsmánuði. Þar af var tilkynnt um 95 minniháttar líkamsárásir og 16 stórfelldar líkamsárásir. Ofbeldisbrotum fjölgaði um átján prósent miðað við sex mánaða meðaltal og um tólf prósent miðað við tólf mánaða meðaltal. Þá hafa borist um fjögur prósent fleiri tilkynningar um ofbeldisbrot fyrstu þrjá mánuði ársins en bárust að meðaltali á sama tímagili síðastliðin þrjú ár.

Alls bárust 75 tilkynningar um heimilisofbeldi í marsmánuði, tveimur færri en í febrúar. Tilkynningar um heimilisofbeldi voru níu prósent fleiri en að meðaltali síðustu sex mánuði og einnig síðustu tólf mánuði. Sú aukning tilst þó innan tölfræðilegra marka. Hins vegar hafa borist 28 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins heldur en bárust að meðaltali fyrstu þrjá mánuði þriggja síðustu ára, alls 230 tilkynningar.

Fleiri tilkynningar bárust til lögreglu um kynferðisbrot í mars en í febrúar, alls fjórtán, en engu að síður fækkar þeim verulega sé horft til meðaltals síðustu sex og tólf mánaða. Að meðaltali var tilkynnt um 26 kynferðisbrot síðustu tólf mánuði og um 31 brot síðustu sex mánuði. Hins vegar þarf að gæta að því að gríðarlegur fjöldi kynferðisbrota var tilkynntur í desember síðastliðnum, sem hefur áhrif á meðaltalsreikninga. Þann mánuð var tilkynnt um 80 kynferðisbrot. Ef desembermánður er felldur út úr meðaltals reikningum var tilkynnt um ríflega 21 kynferðisbrot að meðaltali á mánuði á síðustu sex og tólf mánaða tímabilum.

Þá er gríðarleg fjölgun á skráðum fíkniefnabrotum á höfuðborgarsvæðinu. Í marsmánuði voru skráð 147 fíkniefnabrot, þar af fjögur stórfelld. Í febrúar voru brotin 149 og þar af þrjú stórfelld. Fjöldi fíkniefnabrota hefur risið gríðarlega frá því í janúar þegar skráð var 81 brot. Aukningin miðað við síðustu sex mánuði er 50 prósent og 47 prósent miðað við síðustu tólf mánuði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár