Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Strætó í vondri stöðu og sækir um yfirdrátt

Hand­bært fé Strætó er upp­ur­ið og hef­ur stjórn fé­lags­ins ósk­að eft­ir heim­ild til að taka 300 millj­ón­ir króna í yf­ir­drátt sem „eng­ar lík­ur eru á að Strætó bs. geti greitt upp í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð“. KP­MG legg­ur til út­vist­un á akstri.

Strætó í vondri stöðu og sækir um yfirdrátt
Peningarnir búnir Covid-19 faraldurinn hefur haft verulega neikvæð áhrif á tekjustreymi Strætó. Mynd: Davíð Þór

Handbært fé Strætó bs. er að verða uppurið og hefur stjórn félagsins farið fram á það við eigendur sína, sveitarfélögin í höfuðborgarsvæðinu, að fá heimild til að sækja um 300 milljóna króna yfirdráttarheimild. Verður sú heimild nýtt til að fleyta fyrirtækinu út árið. Geta félagsins til að sinna viðhaldandi fjárfestingum er takmörkuð, vagnaflotinn er gamall, nýfjárfestingar hafa ekki verið nægjanlega síðustu ár og horfur í rekstri á næstu misserum eru ekki góðar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjármálagreiningu KPMG fyrir Strætó, sem skilað var í janúar síðastliðnum. Þar kemur fram að farþegatekjur Strætó lækkuðu verulega á síðasta ári og útlit er fyrir að svo verði einnig á þessu ári. Þannig bendir útkomuspá fyrir árið 2020 til þess að farþegartekjur það ár hafi verið um 570 milljónum króna lægri en árið 2019. Tekjur vegna akstursþjónustu fatlaðra verða þá lægri sem nemu um 280 milljónum króna. Á móti kemur að framlag sveitarfélaganna til rekstarins var um 250 milljónum króna hærra á síðasta ári en árið 2019. Alls eru horfur á að tekjur félagsins hafi verið um 56 milljónum króna lægri á síðasta ári en árið áður. Á sama tíma hækkuðu gjöld umtalsvert og voru tæpum 1,5 milljarði króna hærri á síðasta ári heldur en árið áður. Gert er ráð fyrir að tekjur Strætó nái sömu þróun og var árið 2019 á næsta ári.

Þriðjungur vagna varavagnar sökum aldurs flotans

Í greiningu KPMP er gert ráð fyrir að Strætó taki 400 milljóna króna lán á árinu, en sem fyrr segir hefur stjórn félagsins farið fram á heimild til að sækja um 300 milljarða króna yfirdrátt. Miðað við greininguna er sjóðstaða fyrirtækisins þegar orðin neikvæð og án lántöku yrði hún neikvæð um 150 milljónir króna.

„Miðað við rekstrarhorfur Strætó hefur félagið ekki burði til að fara í slíkar fjárfestingar nema til kæmu veruleg framlög frá svetarfélaögum eða hinu opinbera“

Þá kemur fram að aldur vagnaflota Strætó er orðinn mjög hár. Félagið á 88 strætisvagna og af þeim voru 28 keyptir fyrir árið 2010. Er meðalaldur þeirra um 16 ár en Strætó telur eðlilegt að meðalaldur strætisvagna sé um fimm ár og lífaldur þeirra verði að öllu eðlilegu ekki hærri en tíu ár. Sökum aldurs vagnanna eru bilanir tíðar og nauðsyn á að miklum fjölda varavagna, en um 30 prósent af flota Strætó eru varavagnar. Það hlutfall ætti að vera nær 12 til 15 prósentum. Á allra næstu árum gæti því þurft að fjárfesta í mörgum tugum varna fyrir milljarða króna. „Miðað við rekstrarhorfur Strætó hefur félagið ekki burði til að fara í slíkar fjárfestingar nema til kæmu veruleg framlög frá sveitarfélaögum eða hinu opinbera.“

Í greiningunni er bent á að Strætó útvisti í dag um helmingi aksturs til verktaka. Ef það hlutfall yrði hækkað myndi það draga verulega úr þörf á eða jafnvel sleppa fjárfestingu í nýjum vögnum.

Á borgarráðsfundi í síðustu viku var beiðni Strætó lögð fram og hún samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og bentu í bókun á að vaxtakostnaður Strætó á yfirdrætti væri mun hærri en fjármagnskostnaður sveitarfélaganna. „Engar líkur eru á að Strætó bs. geti greitt upp þessa yfirdráttarheimild í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir í bókuninni og bent á að hreinlegra væri að horfast í augu við rekstrarvandann og auka bein fjárframlög eigenda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár