Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjórir af fimm bílum yfir hámarkshraða á Hringbraut

Borg­ar­yf­ir­völd stefna á lækk­un há­marks­hraða nið­ur í 40 kíló­metra á klukku­stund víða um borg. Mynda­vél­ar við Hring­braut, þar sem há­marks­hrað­inn er 40, sýna að meiri­hluta bif­reiða er keyrt of hratt um göt­una.

Fjórir af fimm bílum yfir hámarkshraða á Hringbraut
Hringbraut við Bjarkargötu Til undantekninga telst ef fólk keyrir undir hámarkshraða á Hringbraut við byggingar Háskóla Íslands. Mynd: Davíð Þór

Nær 84 prósent þeirra bifreiða sem ekið var framhjá hraðamæli Reykjavíkurborgar á Hringbraut við Bjarkargötu síðasta mánuð voru yfir löglegum hámarkshraða. Mælirinn er einn af þremur á þeim kafla Hringbrautar þar sem hámarkshraðinn er 40 kílómetrar á klukkutstund, en borgarráð mun á næstunni taka afstöðu til þess hvort hámarkshraði verði mest 40 á þeim götum sem ekki teljast til stofngatna.

Skipulags- og samgönguráð samþykkti nýja hámarkshraðaáætlun á fundi sínum 14. apríl með atkvæðum meirihlutans í borginni. Markmið hennar er að stuðla að bættu umferðaröryggi, en það er markmið borgarinnar „að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum innan borgarinnar“. Áætlunin nær ekki til hámarkshraða á vegum Vegagerðarinnar innan borgarinnar, stofnvegi, en til þeirra teljast að hluta eða öllu leyti vegir eins og Sæbraut, Miklabraut og Breiðholtsbraut svo dæmi séu nefnd.

„Lækkun hámarkshraða í þéttbýli og hönnun borgarumhverfisins hefur reynst einhver mikilvægasta og árangursríkasta leiðin til að fækka alvarlegum slysum og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár