Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir íþyngjandi kröfur til kvenna stuðla að lækkandi fæðingartíðni

Sunna Sím­on­ar­dótt­ir fé­lags­fræð­ing­ur sér­hæf­ir sig í rann­sókn­um á móð­ur­hlut­verk­inu og íþyngj­andi kynj­uð­um vænt­ing­um til kvenna. Hún seg­ir fjöl­þætt fé­lags­leg ferli hafa áhrif á fæð­ing­ar­tíðni, sem er í sögu­legu lág­marki hér á landi.

Segir íþyngjandi kröfur til kvenna stuðla að lækkandi fæðingartíðni
Sunna Símonardóttir, félagsfræðingur Sunna vill opna umræðuna um lækkandi fæðingartíðni og segir auknar kröfur til foreldrahlutverksins vera mikilvægan áhrifaþátt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fæðingartíðnin er ein af þessum stóru samfélagslegu áskorunum sem þarf að horfast í augu við, segir dr. Sunna Símonardóttir félagsfræðingur, sem sérhæfir sig í rannsóknum á móðurhlutverkinu. 

Athygli vakti fyrir nokkru þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ræddi lækkandi fæðingartíðni á Alþingi og hvatti fólk til að „ferðast innan svefnherbergisins“. Ummælin vöktu talsverða umræðu á sínum tíma og sitt sýndist hverjum, sumum þótti óviðeigandi að þingmaður skipti sér af uppáferðum með slíkum hætti.

Sunna segir að slík ummæli séu taktlaus en fagnar tækifæri til að opna umræðuna um lækkandi fæðingartíðni. „Við erum að sjá fæðingartíðnina lækka frá því í fyrra. Nú er hún komin niður í 1,72 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma. Vonandi getum við rýnt í hvað nákvæmlega er að gerast í stað þess að leita að einfaldri allsherjar útskýringu,“ segir Sunna.

Svefnherbergisferðalög í þágu ríkiskassans

Fæðingartíðni á Íslandi hefur dregist saman …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár