Stundin ræddi við leiðtoga atvinnulífsins og stéttarfélaganna og lagði fyrir þá spurningar um hvernig samfélag þeir vildu sjá og berjast fyrir eftir að landinu tekst að komast í gegnum Covid-19 faraldurinn.
Hvernig telur þú æskilegt að endurreisa vinnumarkaðinn og koma samfélaginu út úr kreppunni þegar tök hafa náðst á heimsfaraldrinum?
„Það spilar heim og saman við það sem er að gerast í heiminum líka, græn umskipti og tæknibreytingar, og svo framvegis. Okkur vantar atvinnustefnu; það er ekki nóg að við séum að treysta alltaf á að allt komi upp í hendurnar á okkur, hvort sem það er síldin eða loðnan eða túristinn. Við þurfum að vera með betra plan. Við þurfum að fara að einbeita okkur að fjölbreyttari tækifærum, bæði í nýsköpun, landbúnaði, græumn störfum og fleira. Við þurfum líka að verja okkar velferðarkerfi og styrkja það …
Athugasemdir