Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lögreglan segir að Beqiri hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi

Á upp­lýs­inga­fundi lög­reglu um rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði kom fram að einn sak­born­inga hef­ur ját­að að hafa orð­ið Arm­ando Beqiri að bana þann 13. fe­brú­ar síð­ast­lið­inn

Lögreglan segir að Beqiri hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi
Upplýsingafundur vegna morðsins í Rauðagerði Á upplýsingafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna morðsins í Rauðagerði kom fram að sakborningur hefur játað að hafa myrt Armando Beqiri fyrir utan heimili sitt í febrúar

Játning hefur komið upp við rannsókn lögreglunar á morðinu sem átti sér stað í Rauðagerði 28 í febrúarmánuði. Þetta kom fram á upplýsingafundi lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu sem var nú að ljúka. 

Albani hefur játað að hafa orðið Armando Beqiri að bana með því að hafa skotið hann níu sinnum fyrir framan heimili sitt. Albaninn sem um ræðir hefur búið hér á landi í sjö ár. 

Menn tengdir skipulagðri brotastarfsemi fluttir til landsins

Fjórtán hafa verið handteknir við rannsókn málsins og eru þeir, fyrir utan einn Íslending, frá Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Lithán og Hvíta- Rússlandi.

Einhverjir þeirra hafa verið búsettir á Íslandi um einhvern tíma en einhverjir komu til Íslands skömmu áður en morðið var framið en þeir tengjast hópum manna í skipulagðri brotastarfsemi sem lögregla hefur til rannsóknar vegna aðkomu sinnar að málinu. 

Morðið var skipulagt

Morðið á Armando var að sögn lögreglu skipulagt og tengist að einhverju leiti gagnaleka sem upp kom í janúar þess efnis að Anton Kristinn Þórarinsson, einn sakborninga, hafi verið upplýsingagjafi lögreglunar. Lögreglan vildi þó ekki gefa upp hver væri talinn höfuðpaur málsins né hver aðkoma eina Íslendingsins sem hefði stöðu sakbornings væri að málinu.  

Rannsókn lögreglu leiddi þó í ljós að hópur manna ætlaði sér að ráðast gegn sakborningi í málinu og fjölskyldu hans. 

Lögreglan lagði hald á fíkniefni og vopn

Skotvopnið sem var notað til að skjóta níu sinnum af, fannst fyrir um hálfum mánuði í sjó. Þá hefur lögregla einnig fengið heimildir til að fara yfir gögn úr  símum og tölvum  ásamt því að fá upptökur úr öryggismyndavélum. Þar að auki hefur lögregla lagt hald á fíkniefni og vopn vegna málsins. 

Þá kom einnig í ljós á fundinum að fórnarlambið hafi einnig tengst skipulagðri brotastarfsemi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Morð í Rauðagerði

Verjandi í samskiptum við aðra sakborninga fyrir og eftir morðið
FréttirMorð í Rauðagerði

Verj­andi í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga fyr­ir og eft­ir morð­ið

Stein­berg­ur Finn­boga­son, fyrr­ver­andi verj­andi Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar sem var færð­ur í gæslu­varð­hald vegna rann­sókn­ar á morði í Rauða­gerði, var sam­kvæmt fjar­skipta­gögn­um lög­reglu í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga í mál­inu fyr­ir og eft­ir að morð­ið var fram­ið. Vegna þessa hef­ur hann ver­ið kvadd­ur til skýrslu­töku í mál­inu og get­ur því ekki sinnt stöðu verj­anda. Stein­berg­ur hef­ur áð­ur ver­ið tal­inn af lög­reglu rjúfa mörk verj­anda og að­ila.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár