Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Þú verður vitni að mjög sársaukafullum stundum fólks“

Van­líð­an og til­vist­ar­leg­ar spurn­ing­ar leiddu Vig­fús Bjarna Al­berts­son til guð­fræði­náms. Í fimmtán ár veitti hann fólki sál­gæslu á sárs­auka­fyllstu stund­um lífs þess, en varð líka vitni að mik­ill feg­urð í því hvernig fólk hélt ut­an um hvað ann­að í sorg sinni. Hann seg­ir sam­fé­lag­ið ekki styðja nógu vel við fólk sem verð­ur fyr­ir áföll­um og seg­ir syrgj­end­ur allt of oft eina með sorg­ina.

„Þú verður vitni að mjög sársaukafullum stundum fólks“
Trúir ekki á guð sem smið slysa og sorgar Guðsmynd Vigfúsar Bjarna er ekki sú að guð stýri öllum atburðum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vigfús Bjarni Albertsson er fullorðið barn alkóhólista sem ákvað að verða prestur, ekki síst vegna þess að hann hafði sjálfur haft góða reynslu af prestum í þeirri glímu. Hann var skipaður sjúkrahúsprestur á Landspítalanum 29 ára gamall og gekk strax inn í mjög þungar aðstæður. Í lok síðasta árs skipti hann um starfsvettvang og miðlar því sem hann lærði á þeim fimmtán árum sem hann veitti fólki sálgæslu á viðkvæmasta tímapunkti lífsins.

Glímdi við eigin tilvist 

„Mín guðsmynd er ekki sú að guð stýri öllum atburðum, að það sé guð sem beri ábyrgð á því hvernig líf fólks þróast. Það er mjög langt síðan ég yfirgaf þá guðsmynd. Ég trúi því að allt fólk sé á einhvern hátt birtingarmynd guðs en ég sé guð ekki sem smið slysa og sorglegra atburða.“

Þetta er lýsing Vigfúsar Bjarna á trú sinni og kristninni. Það er kannski ekki að undra að Vigfús Bjarni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár