Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hlutfall heimilanna í heilbrigðisútgjöldum lækkar

Ís­lensk heim­ili standa und­ir 15 pró­sent­um af út­gjöld­um til heil­brigð­is­mála. Ár­ið 2010 var hlut­fall­ið 18 pró­sent. Stefnt er að því að það verði 13-14 pró­sent ár­ið 2025 og þá hvað lægst af Norð­ur­lönd­un­um.

Hlutfall heimilanna í heilbrigðisútgjöldum lækkar
Stefnt að frekari lækkun Verja á fjórum milljörðum króna fram til ársins 2025 til að lækka hlutdeild íslenskra heimila í útgjöldum til heilbrigðismála. Mynd: Landspítali/Þorkell

Greiðsluhlutfall íslenskra heimila af heilbrigðisútgjöldum hefur lækkað um tæp þrjú prósentustig síðasta áratug. Árið 2010 stóðu heimilin undir 18,3 prósentum af heildarútgjöldum til heilbrigðismála en árið 2019 var hlutfallið komið niður í 15,6 prósent. Heimilin greiddu rúma 40 milljarða króna árið 2019 til heilbrigðismála.

Þetta kemur fram í skýrslu heilbrigðisráðherra um mat á því hvernig eigi að lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 er gert ráð fyrir að fjögurra milljarða króna hækkun á fjárveitingum sem nýta á til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga, 800 milljörðum króna ár hvert. Áætlað er að það kosti hið opinbera um tvo milljarða króna að lækka hlutdeild heimilanna í útgjöldum til heilbrigðismála um eitt prósent og er því gert ráð fyrir að hlutdeildin verði komin niður í 13 til 14 prósent árið 2025. Ef það gengur eftir verður Ísland á pari við eða neðar en hin Norðurlöndin, sé miðað við stöðuna í dag.

Hlutdeild íslenskra heimila í heilbrigðisútgjöldum hefur síðasta áratug verið einna hæst á Norðurlöndunum, þó ívið lægri heldur en í Finnlandi þar sem hlutfallið hefur alla jafna verið 18-19 prósent. Á Íslandi var hlutfallið almennt 18 prósent til ársins 2016 en síðan hefur það lækkað og samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2019 var það rúm 15 prósent. Í Danmörku hefur sama hlutfall alla jafna verið 14 prósent síðasta áratug og 14-15 prósent í Noregi og Svíþjóð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár