Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hlutfall heimilanna í heilbrigðisútgjöldum lækkar

Ís­lensk heim­ili standa und­ir 15 pró­sent­um af út­gjöld­um til heil­brigð­is­mála. Ár­ið 2010 var hlut­fall­ið 18 pró­sent. Stefnt er að því að það verði 13-14 pró­sent ár­ið 2025 og þá hvað lægst af Norð­ur­lönd­un­um.

Hlutfall heimilanna í heilbrigðisútgjöldum lækkar
Stefnt að frekari lækkun Verja á fjórum milljörðum króna fram til ársins 2025 til að lækka hlutdeild íslenskra heimila í útgjöldum til heilbrigðismála. Mynd: Landspítali/Þorkell

Greiðsluhlutfall íslenskra heimila af heilbrigðisútgjöldum hefur lækkað um tæp þrjú prósentustig síðasta áratug. Árið 2010 stóðu heimilin undir 18,3 prósentum af heildarútgjöldum til heilbrigðismála en árið 2019 var hlutfallið komið niður í 15,6 prósent. Heimilin greiddu rúma 40 milljarða króna árið 2019 til heilbrigðismála.

Þetta kemur fram í skýrslu heilbrigðisráðherra um mat á því hvernig eigi að lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 er gert ráð fyrir að fjögurra milljarða króna hækkun á fjárveitingum sem nýta á til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga, 800 milljörðum króna ár hvert. Áætlað er að það kosti hið opinbera um tvo milljarða króna að lækka hlutdeild heimilanna í útgjöldum til heilbrigðismála um eitt prósent og er því gert ráð fyrir að hlutdeildin verði komin niður í 13 til 14 prósent árið 2025. Ef það gengur eftir verður Ísland á pari við eða neðar en hin Norðurlöndin, sé miðað við stöðuna í dag.

Hlutdeild íslenskra heimila í heilbrigðisútgjöldum hefur síðasta áratug verið einna hæst á Norðurlöndunum, þó ívið lægri heldur en í Finnlandi þar sem hlutfallið hefur alla jafna verið 18-19 prósent. Á Íslandi var hlutfallið almennt 18 prósent til ársins 2016 en síðan hefur það lækkað og samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2019 var það rúm 15 prósent. Í Danmörku hefur sama hlutfall alla jafna verið 14 prósent síðasta áratug og 14-15 prósent í Noregi og Svíþjóð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár