Hlutfall heimilanna í heilbrigðisútgjöldum lækkar

Ís­lensk heim­ili standa und­ir 15 pró­sent­um af út­gjöld­um til heil­brigð­is­mála. Ár­ið 2010 var hlut­fall­ið 18 pró­sent. Stefnt er að því að það verði 13-14 pró­sent ár­ið 2025 og þá hvað lægst af Norð­ur­lönd­un­um.

Hlutfall heimilanna í heilbrigðisútgjöldum lækkar
Stefnt að frekari lækkun Verja á fjórum milljörðum króna fram til ársins 2025 til að lækka hlutdeild íslenskra heimila í útgjöldum til heilbrigðismála. Mynd: Landspítali/Þorkell

Greiðsluhlutfall íslenskra heimila af heilbrigðisútgjöldum hefur lækkað um tæp þrjú prósentustig síðasta áratug. Árið 2010 stóðu heimilin undir 18,3 prósentum af heildarútgjöldum til heilbrigðismála en árið 2019 var hlutfallið komið niður í 15,6 prósent. Heimilin greiddu rúma 40 milljarða króna árið 2019 til heilbrigðismála.

Þetta kemur fram í skýrslu heilbrigðisráðherra um mat á því hvernig eigi að lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 er gert ráð fyrir að fjögurra milljarða króna hækkun á fjárveitingum sem nýta á til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga, 800 milljörðum króna ár hvert. Áætlað er að það kosti hið opinbera um tvo milljarða króna að lækka hlutdeild heimilanna í útgjöldum til heilbrigðismála um eitt prósent og er því gert ráð fyrir að hlutdeildin verði komin niður í 13 til 14 prósent árið 2025. Ef það gengur eftir verður Ísland á pari við eða neðar en hin Norðurlöndin, sé miðað við stöðuna í dag.

Hlutdeild íslenskra heimila í heilbrigðisútgjöldum hefur síðasta áratug verið einna hæst á Norðurlöndunum, þó ívið lægri heldur en í Finnlandi þar sem hlutfallið hefur alla jafna verið 18-19 prósent. Á Íslandi var hlutfallið almennt 18 prósent til ársins 2016 en síðan hefur það lækkað og samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2019 var það rúm 15 prósent. Í Danmörku hefur sama hlutfall alla jafna verið 14 prósent síðasta áratug og 14-15 prósent í Noregi og Svíþjóð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár