Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Máli Eflingar gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu lýkur

Ábyrgða­sjóð­ur launa féllst á að borga van­greidd laun fjög­urra fé­lags­manna Efl­ing­ar sem unnu fyr­ir Menn í vinnu og Eld­um rétt. Fyr­ir­tæk­in unnu mál fyr­ir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Til stóð að áfrýja dómn­um en ljóst er að ekk­ert verð­ur af því.

Máli Eflingar gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu lýkur
Félagsmönnum bættur skaði Sólveig Anna, formaður Eflingar, segir forsendur til málsóknar ekki lengur þær sömu eftir að Ábyrgðarsjóður launa borgaði félagsmönnum vangreidd laun. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efling hefur fallið frá fyrri ákvörðun um að áfrýja í máli gegn matsölufyrirtækinu Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu, eftir að Ábyrgðasjóður launa ákvað að greiða vangoldin laun félagsmanna stéttarfélagsins. Fyrirtækjunum var gefið að sök að hafa skuldað hverjum starfsmanni upphæðir á bilinu 120 til 195 þúsund krónur, en sjóðurinn hefur þegar greitt umræddar upphæðir. Með því lýkur einum áfanga í umfangsmiklum aðgerðum stéttarfélaga gegn launaþjófnaði. 

Í fréttatilkynningu frá Eflingu kemur fram að Ábyrgðasjóður launa hafi  dagana 2. og 3. mars ákveðið að greiða áðurnefnd vangoldin laun félagsmanna stéttarfélagsins. Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, fagnar því að sjóðurinn hafi gengist við ábyrgð í málinu en telur miður að kostnaður falli á skattgreiðendur.

„Það er sannarlega ánægjulegt að Ábyrgðasjóður launa hafi á síðustu stundu stigið inn og viðurkennt réttmæti þeirra krafna sem launagreiðendur kusu að slást um við láglaunafólk fyrir dómi,“ segir hún. „Þannig er félagsmönnum okkar bættur skaði og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár