Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Biðlistar í flestum aðgerðaflokkum of langir

Bið­tími eft­ir flest­um skurð­að­gerð­um hef­ur lengst. Fjöldi bíð­ur á Land­spít­al­an­um eft­ir hjúkr­un­ar­rými, þrátt fyr­ir að ný hjúkr­un­ar­rými hafi ver­ið opn­uð.

Biðlistar í flestum aðgerðaflokkum of langir
Landspítalinn Áhrif COVID-19 faraldursins á biðlista eftir skurðaðgerðum hafa verið töluverð. Mynd: Heiða Helgadóttir

Biðlistar í 14 af þeim 18 aðgerðaflokkum sem embætti landlæknis aflaði upplýsinga um í upphafi árs voru of langir. Legurými á Landspítalanum eru nýtt af þeim sem bíða eftir hjúkrunarrýmum og lengir það bið þeirra sem þurfa að komast í aðgerð. Þetta kemur í greinargerð embættisins um bið eftir völdum skurðaðgerðum sem birt var í dag.

Í upplýsingum sem Landspítalinn veitti embættinu um fjölda fólks á biðlista eftir forgangsröðun kemur fram að í þeim tveimur flokkum þar sem miðað var við viku biðtíma að hámarki var biðin yfirleitt of löng. „Allir nema einn sem metnir voru í þörf fyrir brennsluaðgerð á hjarta innan viku höfðu beðið lengur en sem því nemur,“ segir í greinargerðinni. „Eins höfðu allir nema einn sem metnir voru í þörf fyrir hjarta og/eða kransæðamyndatöku innan viku beðið lengur en svo.“

Í öðrum aðgerðaflokkum þurfti enginn að bíða lengur í viku ef metin var þörf fyrir aðgerð innan viku. Í öðrum forgangshópum, bæði þeim sem talið var að mættu bíða í 4 vikur og þeim sem bíða máttu í 90 daga, hafði helmingur eða fleiri beðið of lengi.

„Biðtími eftir flestum aðgerðum hefur lengst“

„Ekki er að fullu ljóst hvaða áhrif heimsfaraldur COVID-19 mun hafa á bið eftir völdum skurðaðgerðum til lengri tíma litið en ljóst er að áhrifin eru talsverð nú þegar,“ segir loks í mati embættisins. „Biðtími eftir flestum aðgerðum hefur lengst, ef borinn er saman biðtími þeirra sem fóru í aðgerð á árinu 2019 við árið 2020 eins og sjá má í viðauka. Aðgerðum í flestum aðgerðaflokkum sem til skoðunar voru, m.a. í biðlistaátaki, hefur fækkað. Svo virðist þó sem þær skurðaðgerðir sem metnar voru í brýnustum forgangi, innan viku og innan fjögurra vikna, hafi verið gerðar innan þess tíma að mestu leyti.“

Bið eftir hjúkrunarrýmum lengist

Dregið hefur töluvert úr fjölda koma á göngudeildir sjúkrahúsanna vegna faraldursins og er koma á göngudeild í mörgum tilfellum forsenda þess að einstaklingur komist á biðlista eftir aðgerð. „Fjöldi á biðlista getur því verið minni en ella og heildarbiðtími eftir aðgerð lengri. Auk áhrifa af heimsfaraldri getur skortur á starfsfólki og legurýmum haft áhrif á fjölda aðgerða og frestana.“

Bent er á að talsverður hópur þeirra sem nýta rúm á Landspítalanum séu í bið eftir hjúkrunarrými. Þannig voru 453 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými 1. janúar, en ári áður voru þeir 404, þrátt fyrir að ný hjúkrunarrými hafi opnað í fyrra. „Brýnt er að þau rúm sem opin eru á sjúkrahúsinu séu nýtt fyrir einstaklinga sem þurfa á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á hátæknisjúkrahúsi að halda,“ segir í mati embættins. „Að sama skapi er mikilvægt að einstaklingar sem eru í þörf fyrir varanlegt úrræði fái það sem fyrst. Að mati embættis landlæknis er mikilvægt að fylgjast áfram með þróun mála og leggja þarf áherslu á að starfsemin haldist í fullri virkni eins og hægt er svo biðlistar og biðtími lengist ekki enn frekar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
2
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
9
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár