Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Biðlistar í flestum aðgerðaflokkum of langir

Bið­tími eft­ir flest­um skurð­að­gerð­um hef­ur lengst. Fjöldi bíð­ur á Land­spít­al­an­um eft­ir hjúkr­un­ar­rými, þrátt fyr­ir að ný hjúkr­un­ar­rými hafi ver­ið opn­uð.

Biðlistar í flestum aðgerðaflokkum of langir
Landspítalinn Áhrif COVID-19 faraldursins á biðlista eftir skurðaðgerðum hafa verið töluverð. Mynd: Heiða Helgadóttir

Biðlistar í 14 af þeim 18 aðgerðaflokkum sem embætti landlæknis aflaði upplýsinga um í upphafi árs voru of langir. Legurými á Landspítalanum eru nýtt af þeim sem bíða eftir hjúkrunarrýmum og lengir það bið þeirra sem þurfa að komast í aðgerð. Þetta kemur í greinargerð embættisins um bið eftir völdum skurðaðgerðum sem birt var í dag.

Í upplýsingum sem Landspítalinn veitti embættinu um fjölda fólks á biðlista eftir forgangsröðun kemur fram að í þeim tveimur flokkum þar sem miðað var við viku biðtíma að hámarki var biðin yfirleitt of löng. „Allir nema einn sem metnir voru í þörf fyrir brennsluaðgerð á hjarta innan viku höfðu beðið lengur en sem því nemur,“ segir í greinargerðinni. „Eins höfðu allir nema einn sem metnir voru í þörf fyrir hjarta og/eða kransæðamyndatöku innan viku beðið lengur en svo.“

Í öðrum aðgerðaflokkum þurfti enginn að bíða lengur í viku ef metin var þörf fyrir aðgerð innan viku. Í öðrum forgangshópum, bæði þeim sem talið var að mættu bíða í 4 vikur og þeim sem bíða máttu í 90 daga, hafði helmingur eða fleiri beðið of lengi.

„Biðtími eftir flestum aðgerðum hefur lengst“

„Ekki er að fullu ljóst hvaða áhrif heimsfaraldur COVID-19 mun hafa á bið eftir völdum skurðaðgerðum til lengri tíma litið en ljóst er að áhrifin eru talsverð nú þegar,“ segir loks í mati embættisins. „Biðtími eftir flestum aðgerðum hefur lengst, ef borinn er saman biðtími þeirra sem fóru í aðgerð á árinu 2019 við árið 2020 eins og sjá má í viðauka. Aðgerðum í flestum aðgerðaflokkum sem til skoðunar voru, m.a. í biðlistaátaki, hefur fækkað. Svo virðist þó sem þær skurðaðgerðir sem metnar voru í brýnustum forgangi, innan viku og innan fjögurra vikna, hafi verið gerðar innan þess tíma að mestu leyti.“

Bið eftir hjúkrunarrýmum lengist

Dregið hefur töluvert úr fjölda koma á göngudeildir sjúkrahúsanna vegna faraldursins og er koma á göngudeild í mörgum tilfellum forsenda þess að einstaklingur komist á biðlista eftir aðgerð. „Fjöldi á biðlista getur því verið minni en ella og heildarbiðtími eftir aðgerð lengri. Auk áhrifa af heimsfaraldri getur skortur á starfsfólki og legurýmum haft áhrif á fjölda aðgerða og frestana.“

Bent er á að talsverður hópur þeirra sem nýta rúm á Landspítalanum séu í bið eftir hjúkrunarrými. Þannig voru 453 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými 1. janúar, en ári áður voru þeir 404, þrátt fyrir að ný hjúkrunarrými hafi opnað í fyrra. „Brýnt er að þau rúm sem opin eru á sjúkrahúsinu séu nýtt fyrir einstaklinga sem þurfa á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á hátæknisjúkrahúsi að halda,“ segir í mati embættins. „Að sama skapi er mikilvægt að einstaklingar sem eru í þörf fyrir varanlegt úrræði fái það sem fyrst. Að mati embættis landlæknis er mikilvægt að fylgjast áfram með þróun mála og leggja þarf áherslu á að starfsemin haldist í fullri virkni eins og hægt er svo biðlistar og biðtími lengist ekki enn frekar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár