Íslendingurinn sem situr í varðhaldi í tengslum við morðið í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn, Anton Kristinn Þórarinsson, hefur verið umsvifamikill í fasteignaviðskiptum og komið að stofnun fimm einkahlutafélaga á síðustu árum. Þá hefur Anton komið að sölu, byggingu og kaupum stórra fasteigna meðal annars í gegnum félög sín, félögin hafa þá til dæmis selt Antoni sjálfum fasteign.
Ein þeirra eigna sem Anton hefur fest kaup á er Haukanes 24 á Arnarnesi. Þá eign fjárfesti hann í byrjun árs 2020 og borgaði hann fyrir hana 110 milljónir króna í peningum en reif svo eignina niður og hóf byggingu á nýju húsi. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við húsið. Við rannsókn lögreglunnar á morðinu í Rauðagerði varð gerð húsleit í umræddum húsgrunni, en ekki er ljóst hvers var leitað. Daginn eftir leitina var þar steypubíll að störfum.
Samkvæmt heimildum Stundarinnar var Anton yfirheyrður af lögreglu seinni partinn í gær. Í dag …
Athugasemdir