Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ragnari Þór hefur verið ítrekað hótað: „Það voru dagsettar aftökur á mig persónulega“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR og Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or við fé­lags­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, eru gest­ir Stóru mál­anna þessa vik­una. Í þætt­in­um ræða þeir það of­beldi sem get­ur fylgt póli­tískri um­ræðu, hvort sem í net­heimi eða raun­heimi.

Í Stóru málunum þessa vikuna verður rætt það ofbeldi sem getur fylgt pólitískri umræðu, hvort sem í netheimi eða raunheimi. Bjartmar og Valur fengu til sín þá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR og Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og prófessor við félagsfræðideild Háskóla Íslands, til að ræða málið. Mikil umræða skapaðist, þegar skotið var bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkurborgar, um þá hörðu pólitísku umræðu sem á sér stað í íslensku samfélagi. 

Ragnar Þór segir að honum hafi verið ítrekað hótað, bæði í bréfum, tölvupósti og símtölum. Í eitt skiptið fékk hann sent til sín bréf þar sem honum voru sendar nákvæmar dagsetningar hvenær ætti að taka hann af lífi.

„Það ofbeldi sem kom inn á okkar heimili og þær hótanir, voru mjög alvarlegar. Það var mjög vanstilltur einstaklingur sem við ályktuðum svo að hann væri að taka út úr mjög harðri orðræðu sem hefði átt sér stað í aðdraganda lífskjarasamninganna. Hann notaði orð í bréfum, sem komu úr umræðunni, sem hann kom með á heimilið okkar. Ég get sagt ykkur það að það voru dagsettar aftökur á mig persónulega í bréfinu sem við fengum. Fyrst var þetta póstlagt, en síðar var einstaklingurinn farinn að koma með þau í eigin persónu að heimilinu mínu, þá létum við fagaðila í málið. Þetta var mjög veikur einstaklingur og lögreglan tók á þessu og hann fær væntanlega viðeigandi hjálp og aðstoð.“

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár