Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ragnari Þór hefur verið ítrekað hótað: „Það voru dagsettar aftökur á mig persónulega“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR og Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or við fé­lags­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, eru gest­ir Stóru mál­anna þessa vik­una. Í þætt­in­um ræða þeir það of­beldi sem get­ur fylgt póli­tískri um­ræðu, hvort sem í net­heimi eða raun­heimi.

Í Stóru málunum þessa vikuna verður rætt það ofbeldi sem getur fylgt pólitískri umræðu, hvort sem í netheimi eða raunheimi. Bjartmar og Valur fengu til sín þá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR og Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og prófessor við félagsfræðideild Háskóla Íslands, til að ræða málið. Mikil umræða skapaðist, þegar skotið var bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkurborgar, um þá hörðu pólitísku umræðu sem á sér stað í íslensku samfélagi. 

Ragnar Þór segir að honum hafi verið ítrekað hótað, bæði í bréfum, tölvupósti og símtölum. Í eitt skiptið fékk hann sent til sín bréf þar sem honum voru sendar nákvæmar dagsetningar hvenær ætti að taka hann af lífi.

„Það ofbeldi sem kom inn á okkar heimili og þær hótanir, voru mjög alvarlegar. Það var mjög vanstilltur einstaklingur sem við ályktuðum svo að hann væri að taka út úr mjög harðri orðræðu sem hefði átt sér stað í aðdraganda lífskjarasamninganna. Hann notaði orð í bréfum, sem komu úr umræðunni, sem hann kom með á heimilið okkar. Ég get sagt ykkur það að það voru dagsettar aftökur á mig persónulega í bréfinu sem við fengum. Fyrst var þetta póstlagt, en síðar var einstaklingurinn farinn að koma með þau í eigin persónu að heimilinu mínu, þá létum við fagaðila í málið. Þetta var mjög veikur einstaklingur og lögreglan tók á þessu og hann fær væntanlega viðeigandi hjálp og aðstoð.“

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár