Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hvíti hertoginn heldur upp á afmælið

Um þess­ar mund­ir eru 45 ár frá út­gáfu meist­ar­verks Dav­ids Bowie, Stati­on to Stati­on, plata sem mark­aði djúp spor í fer­il tón­list­ar­manns­ins og tón­list­ar­sögu 20. ald­ar. Af því til­efni rýn­ir Sindri Freys­son rit­höf­und­ur í skraut­lega til­urð þessa merki­lega lista­verks þar sem dul­speki, trú­ar­grufl, norn­ir, kól­umb­ískt lyfti­duft og Hitler koma með­al ann­ars við sögu.

Hvíti hertoginn heldur upp á afmælið
45 ára stórvirki Station to Station, meistarastykki Bowie, á afmæli um þessar mundir.

Snjókófið klofnar skyndilega og langt að komin hraðlestin birtist öskrandi, glampandi rýtingur sem rekinn er af alefli inn í næturkyrrð borgarinnar.

Fínlegur maðurinn sem stígur út á brautarpallinn ber með sér að vera aðalborinn. Líklega hertogi að snúa úr sjálfskipaðri útlegð til að vitja ríkmannlegrar gotneskrar hallar í útjaðri borgarinnar. Skuggaleg bygging sem beðið hefur komu hans lengur en þjónarnir, sem hafa allan tímann haldið henni við fægjandi og pússandi spegla og marmara, geta munað. En þeir geta hins vegar ekki fyrir nokkra muni gleymt trylltum veisluhöldunum sem skóku þar gólf og veggi endalausar nætur áður en húsbóndinn hvarf út í buskann án skýringa endur fyrir löngu.

Á höfðinu slúttir barðstór svartur hattur sem skyggir á tvílit og rannsakandi augu. Yfir klæðskerasaumuð svört jakkaföt er kæruleysislega tyllt á herðarnar hvítum ullarfrakka sem rennur saman við kókaínhvíta drífuna sem þyrlast um manninn einsog standi hann í miðri hringiðu sjónvarps eftir útsendingu.

Gesturinn ber með sér dulúð, myrkur og háska, á tálguðum og grannleitum vöngum hvílir vampírískur fölvi og það er einhver óþreyja í svip hans, niðurbæld harka eða ófullnægt hungur. Í stað sálar aðeins frystihólf, full af engu. Öll nærvera hans er þrungin ójarðneskum annarleika og þar sem hann stendur einsamall á pallinum og virðir fyrir sér mannlausa stöðina, minnir hann á soltinn úlf að svipast eftir bráð.

Í borginni sem Bowie hataði

Einhvern veginn framkallast þessar svipmyndir, óræðar og mystískar, þegar maður hugsar til breiðskífunnar Station to Station sem fagnar 45 ára afmæli þessa dagana, ótrúlegt nokk því að hún virðist vart hafa elst um dag. Upphafsskref hennar voru ekki tekin í dularfullri mið-evrópskri borg um hávetur, heldur á sólbökuðum haustdögum í Los Angeles árið 1975, í borginni sem er safn um gjálífi, innantómar glansmyndir og taumlausa sjálfsdýrkun. Borg sem Bowie hataði einsog pláguna.

Hann var nýkominn til baka til borgarinnar eftir sumarlanga dvöl í eyðimörkinni í New Mexico við leik í existensíalísku framtíðarmyndinni The Man Who Fell to Earth, sem fjallar um hvernig háþróuð geimvera í mannslíki verður jarðnesku hóglífi og fíkn að bráð. Framleiðslan var þyrnum stráð; hann fékk matareitrun eftir að hafa drukkið skemmda mjólk og hitinn var lamandi. Fíkn hans var í þokkabót orðin stjórnlaus: Meðan á tökunum stóð kvaðst hafa tekið tíu grömm af kókaíni á dag!

„Ég var jafn tilfinningalega firrtur og framandi og persónan sem ég lék. Þetta var frekar áreynslulaus frammistaða, gott sýnishorn af manni að brotna gjörsamlega niður fyrir framan áhorfendur,” sagði hann seinna meir.

Á milli taka dundaði hann sér við að skrifa handrit bókar sem átti að vera blanda af eigin minningum og hreinræktuðum skáldskap, bútasaumsteppi sýndar og reyndar rimpað saman með geimnál. Handritið nefndist The Return of the Thin White Duke. Hann fékkst líka við að semja tónlist fyrir kvikmyndina, sem hann taldi sig hafa verið ráðinn til að gera, þó að þess væri hvergi getið í samningum hans við framleiðendur. Þegar hann uppgötvaði síðan að þeir höfðu ekki áhuga á tónlistinni fauk heiftarlega í kappann, hann henti lögunum ofan í skúffu og hóf næsta verkefni; að undirbúa nýja plötu, sem síðar fékk heitið Station to Station. Nafnið tengist þó ekki drungalegum lestarstöðvum heldur svonefndum stöðvum krossins, þ.e. fjórtán skilgreindum áföngum eða þrepum í þjáningarför Krists frá þeim tíma sem hann var dæmdur til dauða þangað til hann reis upp frá dauðum.

Hvíta fjallið og svarti galdurinn

Bowie rogaðist sjálfur með þungan kross á þessu skeiði. Hann var aðeins 28 ára gamall þegar þetta var, en að niðurlotum kominn líkamlega, tilfinningalega og andlega. Hjónaband hans, sem hafði verið svo lengi galopið að það var farið að næða á berangri um þá mörgu sem höfðu haft þar viðkomu, var komið að endalokum. Hann hámaði í sig örvandi efni í gríð og erg sem fyrr segir, til að halda sér vakandi sem lengst – enda kvaðst hann hata svefn í viðtali á þessum tíma – og halda afköstunum í hámarki. Hann svaf lítið sem ekkert langtímum saman, var stundum vakandi marga sólarhringa að klífa hvíta fjallið og kafa í svarta galdurinn. Að auki var átröskun hans orðin öllum ljós, um tíma lifði hann á einni papriku og mjólkurfernu á dag og fór niður í 50 kíló að þyngd.

Hann var farinn að upplifa ranghugmyndir, ofsóknaræði og ofskynjanir; í viðtali sem birtist við hann í tímaritinu Rolling Stone á þessu tímabili var blaðamaður viðstaddur þegar Bowie hélt sig sjá líkama falla af himni ofan og brást við með að draga fyrir gluggann og kveikja örskamma stund á svörtu galdrakerti. Venjulegur þriðjudagur …

Hann hafði sökkt sér ofan í trúargrufl og dulspeki, las skrif breska rugludallsins Aleister Crowley í drep, fann samhljóm í talnaspeki og hinni gyðinglegu Kaballah-trú, tók Kirlian-ljósmyndir til að kanna breytingar á orkustreymi sínu fyrir og eftir töku eiturlyfja, og til að bæta gráu ofan á svart daðraði hann við fasískar hugmyndir sem birtust meðal annars í glannalegum fullyrðingum um að hann gæti hæglega orðið fyrirtaks Hitler. Raunar væri Hitler ein fyrsta rokkstjarnan …

Dulspekiáhuginn hafi raunar leitt hann inn í nasísk öngstræti og afkima og hann gaf hverjum sem vildi eintak af bókinni The Occult Reich, sem fjallaði á lítt fræðilegan hátt um dufl nasista við dylhyggjuleg fyrirbæri. Hann teiknaði díabólísk tákn á borð við fimmhyrning og hið kabbalíska tré lífsins á veggi og gólf heimilis síns og skoðaði allar tölur sem urðu á vegi hans með tilliti til merkingar þeirra samkvæmt túlkun talnaspekinnar. Hann hélt því fram að nornir stælu úr honum sæðinu.

Stórvirki knúið af hvítu dufti

Í emjandi hraðlest á leið í geðrof og hungurdauða geystist hann inn í upptökuver í september ásamt fríðum flokki hljóðfæraleikara. Þar fóru fremstir hrynhluti upptökusveitarinnar, þeir Carlos Alomar gítarleikari, Dennis Davis trommuleikari og George Murray bassaleikari.

Textarnir skipta mestu máli, sagði Bowie ákveðinn og sýndi þeim lagahugmyndir sem grunna til að vinna með. Þeir bjuggu síðan í sameiningu til ryþma-grind laganna sem hann klæddi að því loknu með öðrum hljóðfærum og söng. Þessu verki stýrði Bowie í samvinnu við upptökustjórann Harry Maslin, sem pródúserað hafði lögin tvö sem Bowie vann með John Lennon fyrir plötuna Young Americans, en hún hafði komið út í byrjun sama árs og slegið rækilega í gegn.

Og þó að heilsufar Bowie virtist í frjálsu falli var engin miskunn hjá meistaranum þegar inn í Cherokee-hljóðverið í LA var komið. Hann sannaði afdráttarlaust að tilvistarkreppa þarf ekki að jafngilda sköpunarkreppu. Gígantísk lyst hans á kólumbíska lyftiduftinu var óseðjandi og hljómsveitin gekk fyrir sama eldsneytinu í upptökum sem fóru fram daga jafnt sem nætur. Þær einkenndust af tilraunamennsku og sköpunarkrafti og tónlistarmennirnir höfðu sjaldan eða aldrei lifað jafn gjöfular stundir í hljóðveri. Fagmennska og einbeiting Bowie virtist óaðfinnanleg. Þeir hafa allir rifjað upp gleðilegar minningar um þessa haustdaga sem Station to Station var í fæðingu. Allir nema Bowie, sem mundi ekkert eftir þeim. Ekkert.

Platan er hins vegar skínandi stórvirki sem býður allri gleymsku birginn. Ein albesta plata Bowie og dægurtónlistar á 20. öld.

Ákall um ást og merkingu

Kannski er Station to Station ekki alveg saklaus af að vera danteískur könnunarleiðangur um dekadansinn í undirheimum og undirvitund þjakaðrar rokkstjörnu, en fyrst og fremst sameinar hún þó stórar andstæður áreynslulaust. Mýkt og hörku, hlýju og kulda, angurværð og kæti, trylling og kyrrð, von og vonleysi, gleði og sorg. Hún er ákall um ást, ákall um upprisu, ákall um æðri leiðsögn, ákall um mennsku og sjálfsmynd, ákall um merkingu í heimi þar sem framboðið af merkingu er langtum minna en eftirspurnin. Og auðvitað blekkingarnar: It’s not the side-effects of the cocaine! I’m thinking that it must be love.”Lyftum glösum! Lyftum þeim hátt! Skál fyrir afmælisbarninu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár