Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tugþúsundir mótmæla breytingum á skimun við brjóstakrabbameini

Kon­ur verða nú ekki boð­að­ar í skimun fyrr en við fimm­tugs­ald­ur. Mik­il reiði og áhyggj­ur ríkja vegna breyt­ing­anna. Yf­ir þrjá­tíu þús­und manns skora á Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra að end­ur­skoða breyt­ing­arn­ar.

Tugþúsundir mótmæla breytingum á skimun við brjóstakrabbameini
Mikil reiði vegna breytinganna Mikil reiði ríkir vegna breytinga á skimun fyrir brjóstakrabbameini. Yfir þrjátíu þúsund manns skora á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að endurskoða breytingarnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þrjátíu þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að endurskoða breyttar reglur um um skimun fyrir brjóstakrabbameini. Reglurnar sem um ræðir tóku gildi um áramót og breytingin felst í því að nú eru konur ekki skimaðar fyrr en við fimmtugsaldur. Áður höfðu konur verið boðaðar í skimun fertugar. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur breytt forsíðumyndum sínum á Facebook og sett inn skilaboðin „Vinkona mín greindist fyrir fimmtugt.“

Breytingarnar haldast í hendur við að skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbamein færðist frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Áður voru konur á aldrinum 40 til 69 ára boðaðar í skimun fyrir krabbameini í brjóstum en verða nú boðaðar á aldrinum 50 til 74 ára. Samkvæmt frétt á vef Krabbameinsfélagsins hafði landlæknir áður lagt til að farið yrði eftir evrópskum leiðbeiningum við skimun, þar sem mælt væri með skimun 45 til 49 ára kvenna og þá hafði fagráð um brjóstakrabbamein mælt með því að skimun yrði hafin við 45 ára aldur. Frá þessu hafi verið vikið án þess að það sé sérstaklega rökstutt.

Krefjast svara

Árlega deyja um 50 konur vegna brjóstakrabbameins á Íslandi. Mikilvægt er að greina krabbamein sem fyrst til að auka líkur á að meðferð megi takast. Á árabilinu 2015 til 2019 greindust að meðaltali 31 kona á aldrinum 40 til 49 ára með brjóstakrabbamein. Í frétt Krabbameinsfélagsins segir að áætla megi að mein myndi greinast í um þriðjungi tilfella í skimun, væri hún til staðar.

„Við hreinlega skiljum ekki af hverju verið er að víkja frá bæði áliti fagráðs um brjóstakrabbamein og frá evrópskum leiðbeiningum“

Formaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, segir félagsmenn þar marga uggandi vegna þessa. „Við hreinlega skiljum ekki af hverju verið er að víkja frá bæði áliti fagráðs um brjóstakrabbamein og frá evrópskum leiðbeiningum. Fjölmargir félagsmenn og aðrir hafa haft samband við okkur vegna þessa og við krefjumst þess að það séu gefin skýr svör fyrir því að ekki var hlustað á álitsgjafa,“ segir Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts í frétt á vef félagsins þar sem krafist er skýrari svara.

Greindist í tvígang

Mikill fjöldi kvenna, og einnig karla, hefur uppfært forsíðumyndir sínar á Facebook með skilaboðunum „Vinkona mín greindist fyrir fimmtugt“ og í sumum tilvikum segja skilaboðin frá systrum, mæðrum eða öðrum konum tengdum fólki sem glímt hefur við krabbamein. Meðal þeirra má eru Heiðdís Lilja Magnúsdóttir fjölmiðlakona, Diljá Ámundadóttir varaborgarfulltrúi, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður, Katrín Rut Bessadóttir verkefnastjóri og Nína Dögg Filippusdóttir leikkona.

 „Nema markmiðið sé að minnka lífslíkur kvenna“

Þá hefur fjöldi fólks einnig deilt undirskriftasöfnuninni með skilaboðum og reynslusögum. Meðal þeirra má nefna Hrund Þórsdóttur sem lýsir því hvernig krabbamein hjó skarð í vinkennahóp hennar. „Ég tilheyri dásamlegum 8 kvenna vinahópi. Ein úr hópnum er látin. Hún fékk krabbamein sem byrjaði í brjóstum. Önnur eyddi nýliðnu ári í að berjast við brjóstakrabbamein,“ skrifar Hrund og bætir við: „Ef einhver getur útskýrt fyrir mér og fyrrnefndum vinkonum mínum hvernig þessar breytingar eiga að vera til bóta skal ég glöð hlusta. Því ég get alls ekki skilið hvernig það getur verið, nema markmiðið sé að minnka lífslíkur kvenna. Þá virðist þetta ljómandi góð hugmynd!“

Þá lýsir Sigríður Ásta Eyþórsdóttir iðjuþjálfi, Sassa eins og hún er alltaf kölluð, hvernig hún hefði hefði í tvígang greinst með krabbamein. „Greindist fyrst 35 ára og aftur 41 árs og engin einkenni í seinna skiptið, brjóstamyndataka sýndi æxlið sem annars hefði vaxið óhindrað og hver veit hver staðan væri í dag.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár