Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tvöfalt fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu en gerist á hinum Norðurlöndunum

Íbú­um sem búa á lands­byggð­inni fækk­aði um 12 pró­sent á tuttt­ugu ára tíma­bili á með­an að lands­mönn­um fjölg­aði um 34 pró­sent. Ná­lægð við sterka byggða­kjarna haml­ar fækk­un.

Tvöfalt fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu en gerist á hinum Norðurlöndunum
Sterkir byggðakjarnar hamla fækkun Fækkun íbúa í Ísafjarðarbæ er ekki jafn mikil og annars staðar á Vestfjörðum. Mynd: Shutterstock

Á ríflega tuttugu ára tímabili hefur íbúum á öllum svæðum á Íslandi, utan suðvestursvæðinu, fækkað. Þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað um tæplega 92 þúsund á árabilinu 1998 til 2020, um tæp 34 prósent, hefur sú fjölgun dreifst ærið misjafnlega. Mest hefur íbúum á Suðurnesjum fjölgað, um 77,1 prósent en á Vestfjörðum hefur íbúum fækkað um 16,7 prósent á sama tímabili.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri grænbók um byggðamál sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur lagt fram til samráðs. Í grænbókinni eru lögð fram lykilviðfangsefni til að takast á við neikvæða búsetuþróun, sem felast í jöfnun á aðgengi að grunnþjónustu, upbyggingu fjölbreytts atvinnulífs, innviðauppbyggingu, umhverfismálum og sjálfbærni.

Tveir þriðju búa á höfuðborgarsvæðinu

Um 64 prósent allra landsmanna búa nú á höfuðborgarsvæðinu og er það um tvöfalt hærra hlutfall en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Þannig búa um 36 prósent Dana á Kaupmannahafnarsvæðinu, um 30 prósent Norðmanna í Osló og næsta nágrenni og um 26 prósent Finna í Helsinki og nágrannabyggðum. Í grænbókinni segir að þessi staða hafi, ásamt fámenni hér á landi, orðiðr til þess að „umræðan um byggðamál hér á landi hefur haft tilhneigingu til að kristallast í andstæðunum höfuðborgarsvæði – landsbyggð.“

„Umræðan um byggðamál hér á landi hefur haft tilhneigingu til að kristallast í andstæðunum höfuðborgarsvæði – landsbyggð“

Segja má að suðvestursvæðið markist af Borgarfirði í vestri til Mýrdals í austri. Á því svæði hefur íbúum fjöldað um 45 prósent á tímabilinu og búa nú um 80 prósent landsmanna þar. Alls staðar annars staðar fækkar íbúum, í heild um 12 prósent, ef frá eru talin Akureyri og nágrenni og Fljótsdalshérað og Fjarðarbyggð þar sem íbúum hefur fjölgað um annars vegar 22 prósent og hins vegar 16 prósent.

Mislangt að sækja matvöruna

Á vef Byggðastofnunar má sjá breytingar á íbúafjölda einstakra sveitarfélaga á tímabilinu. Ef rýnt er í þær tölur má sjá að fækkun í íbúafjölda er mismunandi í sveitarfélögum innan sömu landshluta er ærið misjöfn. Nálægð við sterka byggðakjarna virðist þar ráð verulegu um. Þannig fækkaði íbúum í Ísafjarðarbæ og í Bolungarvík um 13,5 prósent á tímabilinu, á meðan að íbúum í Strandabyggð fækkaði um 29 prósent rúm. Á Norðurlandi vestra fækkaði íbúum í Húnaþingi vestra um 14,5 prósent á meðan að íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði fækkaði um 6,4 prósent, svo dæmi séu tekin. Fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri og meiri þjónusta hafa þar væntanlega mikið að segja. Að sama skapi hefur uppbygging sterkrar ferðaþjónustu að líkindum einnig haft áhrif. Þannig fjölgaði íbúum Skútustðahrepps í Suður-Þingeyjarsýslu á tímabilinu um 9,2 prósent en í hreppnum hefur um árabil verið rekin öflug ferðaþjónustu í kringum Mývatn. Í næsta sveitarfélagi, Þingeyjarsveit, fækkaði íbúum hins vegar um 23,9 prósent á sama tímabili.

Meðal þess sem fram kemur í grænbókinni er að aðgengi að dagvöruverslun er mjög misjöfn milli svæða. Þannig búa því sem næst allir íbúar suðvesturhornsins í innan við 30 kílómetra fjarlægð frá dagvöruverslun og langflestir íbúar á Norðurlandi eystr, Austurlandi og Suðurlandi einnig. Í þeim landshlutum þar sem byggðaþróun hefur verið hvað neikvæðust, á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, er hlutfallið verulega lægra, og raunar einnig á Vesturlandi. Um tíundi hver íbúi á þessum svæðum býr lengra í burtu en 30 kílómetra frá dagvöruverslun.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár