Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tvöfalt fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu en gerist á hinum Norðurlöndunum

Íbú­um sem búa á lands­byggð­inni fækk­aði um 12 pró­sent á tuttt­ugu ára tíma­bili á með­an að lands­mönn­um fjölg­aði um 34 pró­sent. Ná­lægð við sterka byggða­kjarna haml­ar fækk­un.

Tvöfalt fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu en gerist á hinum Norðurlöndunum
Sterkir byggðakjarnar hamla fækkun Fækkun íbúa í Ísafjarðarbæ er ekki jafn mikil og annars staðar á Vestfjörðum. Mynd: Shutterstock

Á ríflega tuttugu ára tímabili hefur íbúum á öllum svæðum á Íslandi, utan suðvestursvæðinu, fækkað. Þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað um tæplega 92 þúsund á árabilinu 1998 til 2020, um tæp 34 prósent, hefur sú fjölgun dreifst ærið misjafnlega. Mest hefur íbúum á Suðurnesjum fjölgað, um 77,1 prósent en á Vestfjörðum hefur íbúum fækkað um 16,7 prósent á sama tímabili.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri grænbók um byggðamál sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur lagt fram til samráðs. Í grænbókinni eru lögð fram lykilviðfangsefni til að takast á við neikvæða búsetuþróun, sem felast í jöfnun á aðgengi að grunnþjónustu, upbyggingu fjölbreytts atvinnulífs, innviðauppbyggingu, umhverfismálum og sjálfbærni.

Tveir þriðju búa á höfuðborgarsvæðinu

Um 64 prósent allra landsmanna búa nú á höfuðborgarsvæðinu og er það um tvöfalt hærra hlutfall en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Þannig búa um 36 prósent Dana á Kaupmannahafnarsvæðinu, um 30 prósent Norðmanna í Osló og næsta nágrenni og um 26 prósent Finna í Helsinki og nágrannabyggðum. Í grænbókinni segir að þessi staða hafi, ásamt fámenni hér á landi, orðiðr til þess að „umræðan um byggðamál hér á landi hefur haft tilhneigingu til að kristallast í andstæðunum höfuðborgarsvæði – landsbyggð.“

„Umræðan um byggðamál hér á landi hefur haft tilhneigingu til að kristallast í andstæðunum höfuðborgarsvæði – landsbyggð“

Segja má að suðvestursvæðið markist af Borgarfirði í vestri til Mýrdals í austri. Á því svæði hefur íbúum fjöldað um 45 prósent á tímabilinu og búa nú um 80 prósent landsmanna þar. Alls staðar annars staðar fækkar íbúum, í heild um 12 prósent, ef frá eru talin Akureyri og nágrenni og Fljótsdalshérað og Fjarðarbyggð þar sem íbúum hefur fjölgað um annars vegar 22 prósent og hins vegar 16 prósent.

Mislangt að sækja matvöruna

Á vef Byggðastofnunar má sjá breytingar á íbúafjölda einstakra sveitarfélaga á tímabilinu. Ef rýnt er í þær tölur má sjá að fækkun í íbúafjölda er mismunandi í sveitarfélögum innan sömu landshluta er ærið misjöfn. Nálægð við sterka byggðakjarna virðist þar ráð verulegu um. Þannig fækkaði íbúum í Ísafjarðarbæ og í Bolungarvík um 13,5 prósent á tímabilinu, á meðan að íbúum í Strandabyggð fækkaði um 29 prósent rúm. Á Norðurlandi vestra fækkaði íbúum í Húnaþingi vestra um 14,5 prósent á meðan að íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði fækkaði um 6,4 prósent, svo dæmi séu tekin. Fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri og meiri þjónusta hafa þar væntanlega mikið að segja. Að sama skapi hefur uppbygging sterkrar ferðaþjónustu að líkindum einnig haft áhrif. Þannig fjölgaði íbúum Skútustðahrepps í Suður-Þingeyjarsýslu á tímabilinu um 9,2 prósent en í hreppnum hefur um árabil verið rekin öflug ferðaþjónustu í kringum Mývatn. Í næsta sveitarfélagi, Þingeyjarsveit, fækkaði íbúum hins vegar um 23,9 prósent á sama tímabili.

Meðal þess sem fram kemur í grænbókinni er að aðgengi að dagvöruverslun er mjög misjöfn milli svæða. Þannig búa því sem næst allir íbúar suðvesturhornsins í innan við 30 kílómetra fjarlægð frá dagvöruverslun og langflestir íbúar á Norðurlandi eystr, Austurlandi og Suðurlandi einnig. Í þeim landshlutum þar sem byggðaþróun hefur verið hvað neikvæðust, á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, er hlutfallið verulega lægra, og raunar einnig á Vesturlandi. Um tíundi hver íbúi á þessum svæðum býr lengra í burtu en 30 kílómetra frá dagvöruverslun.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár