Halldór Kristjánsson er tuttugu og sjö ára listmálari sem vinnur nú að tveimur sýningum. Halldór fylgir raunsæisstefnu í list sinni. Hann málar hliðstæður fólks og hluta á raunverulegan hátt, af natni og viðamikilli tæknikunnáttu. Hann sneri nýverið úr listnámi í Atelier í Svíþjóð. Skólinn fylgir langri listhefð sem má rekja aftur til Leonardo da Vinci en þróaðist fram yfir 19. öld. Þar markaði hann sér listræna stefnu og klassískan stíl sem er áþekkur Rembrandt og Vermeer.
Hætti með kærustunni í sóttkví
Halldór kláraði námið í mars 2020, á hápunkti óvissunnar í miðri fyrstu bylgju Covid-faraldursins. „Ég var nýbúinn í lokaviðtalinu mínu í skólanum þegar mamma hringdi í mig og bað mig um að flýta fluginu mínu heim.“ Halldór hlýddi móður sinni. Hann breytti fluginu og flutti upp á eigin spýtur með öll listaverkin sín og heila búslóð á einum degi. Kíminn segir Halldór að það hafi verið mjög fínt, enda …
Athugasemdir