Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fá sex mánaða fæðingarorlof þrátt fyrir nálgunarbann

Sam­kvæmt frum­varpi um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof verð­ur for­eldri sem sæt­ir nálg­un­ar­banni vegna of­beld­is gegn hinu for­eldr­inu gert kleift að taka óskert fæð­ing­ar­or­lof í sex mán­uði með barni sínu.

Fá sex mánaða fæðingarorlof þrátt fyrir nálgunarbann

Samkvæmt frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um fæðingar-og foreldraorlofs er foreldri sem sætir nálgunnarbanni gagnvart hinu foreldrinu leyft að taka sinn hluta fæðingarorlofs í allt að sex mánuði. Í  frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að færa til rétt þess foreldris til foreldrisins sem bað um nálgunarbann.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ef foreldrið sæti nálgunarbanni gegn barni sínu, færist fæðingarorlofsrétturinn til hins foreldrisins. Það gildir hins vegar ekki ef nálgunarbannið snýr að makanum eða hinu foreldrinu. Því getur komið upp sú staða að foreldri sem beitti hitt foreldrið alvarlegu ofbeldi taki út sex mánaða fæðingarorlof.

Tekist á um nálgunarbann

Frumvarpið fór fyrir velferðarnefnd og varð mikil umræða um tilfærslu réttar til töku fæðingarorlofs þegar foreldri sætir nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu.

Minni hluti nefndarinnar vakti athygli á því að nálgunarbanni er eingöngu beitt í undantekningartilfellum samkvæmt lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Því sé aðeins um að ræða mjög alvarleg mál. Því sé um mjög alvarleg mál að ræða þegar foreldri sæti nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu.

„Það er aldrei fallist á nálgunarbann ef það er ágreiningur á milli foreldra. Það þarf að vera gróft ofbeldi og líkur á að það gerist aftur.“

Í lögum um nálgunarbann kemur fram að heimilt sé að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola eða hætta er á að viðkomandi brjóti á þann hátt gegn brotaþola.  Minni hlutinn áréttar að við slíkar aðstæður verði löggjafinn að hafa í huga aðstæður barns botaþola og brotaþola sjálfs og veita þeim fullnægjandi vernd fyrir ofbeldi.

Þá segir minni hlutinn að stjórnvöld og meirihlutinn sýni skilningsleysi á aðstæðum brotaþola sem upplifað hafa alvarlega atburði sem leiða til nálgunarbanns.

Í minnisblaði sem nefndinni barst frá ráðuneytinu er vísað til þess að starfshópur um gerð frumvarpsins telji að foreldri, sem sætir nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu, geti verið í góðum tengslum og samskiptum við barn sitt þrátt fyrir verknað sinn sem leiddi til þess að nálgunarbanni var beitt. Því telji starfshópurinn að það gengi gegn markmiðum laganna að ákvæði 3. mgr. 9. gr. gilti um nálgunarbann gegn hinu foreldrinu líkt og um nálgunarbann gegn barni.

Málsgreinin gagnrýnd á þingi

Umræða um málsgreinina fór fram á þingi í gær. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og hluti af minnihluta velferðarnefndar, tók til máls. 

„Hvernig háttvirtur þingmaður (Ólafur Þór Gunnarsson, framsögumaður meirihluta velferðarnefndar) að það verði samfleytt fæðingarorlof þegar annað foreldrið, sem sætir svo grófu ofbeldi af hálfu hins foreldrisins að nálgunarbanni er beitt og mögulega staðfest af dómstólum. Hvernig það foreldri á að haga sínum málum þegar fæðingarorlofinu lýkur við sex mánaða aldur barnsins? Þá fer barnið hvert? Í leikskóla? Í ungbarnaleikskóla við sex mánaða aldur. Því það barn er ekki verndað af löggjafanum á Íslandi gegn svona vitleysu. Þarna er barn sem hefur þolað það að foreldrið hefur verið beitt grófu ofbeldi þannig að hitt foreldrið er dæmt í nálgunarbann. Það skal sent út í pössun utan heimilis en foreldrið sem mátti þola ofbeldið skal koma hérna tólf mánuðum seinna og fara aftur á vinnumarkaðinn til að ljúka sínum sex mánuðum. Vegna þess að hitt foreldrið er mögulega ekki enn í standi til að sinna þessu. Þetta er slík vitleysa að ég er algjörlega rasandi yfir þessu.“

Það þarf að vera gróft ofbeldi

Í samtali við Stundina segist Helga Vala hafa staðið á orgi varðandi málið. „Ég var lögmaður á neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis og gekk þar vaktir á sex vikna fresti. Ég var lögmaður fjölda kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu. Ég er búin að vera á orginu þegar fulltrúi ráðuneytis kemur og segir að það á ekki að vera breyta þessu þegar um er að ræða ágreining á milli foreldra. Þau skilja þetta ekki. Það er aldrei fallist á nálgunarbann ef það er ágreiningur á milli foreldra. Það þarf að vera gróft ofbeldi  og líkur á að það gerist aftur,“ segir hún.

Samkvæmt lögunum þarf hins vegar foreldrið, sem sætir nálgunarbanni, þá að fara með sameiginlega forsjá og umgangast barnið til þess að fá greitt fæðingarorlof. Eins og segir í lögunum: „Skilyrði fyrir því að foreldri geti nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs er að foreldri fari með forsjá barnsins eða fari sameiginlega með forsjá þess ásamt hinu foreldrinu þann tíma sem foreldri nýtir rétt sinn til fæðingarorlofs.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár