Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Aldrei hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar

Rík­is­sjóð­ur hef­ur greitt 2,3 millj­arða króna vegna í end­ur­greiðsl­ur vegna fram­leiðslu á kvik­mynd­um og sjón­varps­efni á þessu ári. Auka þurfti fjár­heim­ilidir veru­lega á fjár­auka­lög­um til að standa und­ir end­ur­greiðsl­un­um. Greidd­ur hef­ur ver­ið rúm­ur millj­arð­ur króna vegna er­lendra verk­efna hér á landi.

Aldrei hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Dýrasta sjónvarpsframleiðsla á Íslandi Íslensk/sænsku þættirnir Ísalög eru dýrustu sjónvarpsþættir sem framleiddir hafa verið hér á landi. Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirra námu tæpum 400 milljónum króna. Mynd: Sagafilm

Árið 2020 er metár þegar kemur að endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Þegar hafa verið endurgreiddir rúmir 2,3 milljarðar króna til 60 kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. Er það ríflega tvöföldun á þeim endurgreiðslum sem greiddar voru á síðasta ári en þær námu um 1,1 milljarði króna.

Alls hefur verið veitt endurgreiðsla vegna níu erlendra kvikmyndaverkefna og nemur endurgreiðsluupphæðin rúmum milljarði króna. Það jafngildi 44 prósentum alls þess fjár sem hefur verið endurgreitt á árinu. Hæsta endurgreiðslan vegna erlends verkefnis er vegna kvikmyndarinnar The Midnight Sky sem stórleikarinn George Clooney  leikstýrir og leikur en kvikmyndin er framleidd af streymisveitunni Netflix. Ríflega 313 milljónir króna voru endurgreiddar vegna verkefnisins.

Erlend verkefni í kvikmynda- og sjónvarpsþáttgerð á Íslandi á árinu voru ekki fleiri en verið hefur að jafnaði undanfarin ár en umfang þeirra var mikið. Leita þarf aftur til ársins 2016 til að finna jafnháa endurgreiðslu til erlendra aðila en það ár var einnig endurgreiddur rúmu milljarður króna vegna kvikmyndagerðar erlendra aðila hér á landi. Munaði þar mest um endurgreiðslur vegna gerðar kvikmyndarinnar Fast and the Furious 8 en greiddur var ríflega hálfur milljarður króna í endurgreiðslur vegna hennar, hið mesta sem nokkurt einstakt verkefni hefur fengið endurgreitt. Á síðasta ári, 2019, voru endurgreiddar um 166 milljónir króna vegna erlendrar framleiðslu hér á landi.

Hæsta greiðslan vegna íslenskrar framleiðslu

Hæsta endurgreiðslan á þessu ári er þó ekki vegna erlendrar framleiðslu heldur vegna framleiðslu á sjónvarpsþáttunum Ísalög sem er sænsk/íslensk framleiðsla. Þættirnir, sem voru sýndir á Íslandi og Norðurlöndunum í febrúar síðastliðnum, eru dýrasta sjónvarpsþáttaframleiðsla sem hefur verið ráðist í á Íslandi en kostnaður við framleiðsluna nam ríflega einum og hálfum milljarði króna. Endurgreiðslan tekur mið af því en alls fengu framleiðendurnir Sagafilm endurgreiddar rúmar 393 milljónir króna úr ríkissjóði.

Mögulegt er að endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi eiga enn eftir að hækka á þessu ári þar sem að í það minnsta þrjú verkefni hafa aðeins fengið hluta af sínum endurgreiðslum greiddar.

Vegna þess hversu fjárhæð endurgreiðslnanna hefur aukist gríðarlega á milli ára þurftu stjórnvöld að bregðast við og auka fjárheimildir ársins verulega á fjáraukalögum. Ef ekki hefði komið til þess hefði þurft að fresta háum endurgreiðslum til næsta árs, sem hefði farið langt með að tæma fyrirhugaðar fjárheimildir þess árs og ógnað trúverðugleika kerfisins.

Gæti orðið fjórða stoðin í íslensku atvinnulífi

Lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi voru sett árið 1999 og áttu að gilda til ársins 2005 en hafa verið framlengd í nokkur skipti. Lögin miðuðu að því að efla kvikmyndagerð á Íslandi og laða að erlent kvikmyndagerðarfólk og átti að hverja til uppbyggingar greinarinnar. Fyrst um sinn var endurgreiðsluhlutfallið 12 prósent en hefur verið hækkað í 14, 20 og síðast 25 prósent af framleiðslukostnaði árið 2016.

Í kvikmyndastefnu til ársins 2030 sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir lagði fram í október síðastliðnum er stefnt að ýmsum aðgerðum til að efla kvikmyndageirann hér á landi. Meðal þeirra er að þróa endurgreiðslukerfi vegna framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsefni hér á landi í þá átt að það standist alþjóðlega samkeppni á hverjum tíma. Meðal annars verði kannað að endurgreiðsla fari stighækkandi eftir fjölda verkþátta sem unnir eru hér á landi og tryggja þarf að á fjárlögum sé gert ráð fyrir fjármunum vegna endurgreiðslna auk annars.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á miðstjórnarfundi flokksins nóvember að stór tækifæri fælust í því að styðja enn frekar við kvikmyndagerð í landinu. Hækka ætti endurgreiðslurnar frá því sem nú er í 35 prósent af framleiðslukostnaði líkt og gerist í löndunum í krinugum okkur, sem keppa við Ísland um verkefni. Hægt væri að gera kvikmyndaframleiðslu að fjórðu stoð íslenks efnahagslífs og setja ætti það markmið að innan fárra ára myndi velta í greininni tífaldast, fara úr 30 milljörðum á ári í 300 milljarða og að á bilinu 10 til 15 þúsund manns hefðu atvinnu af kvikmyndagerð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu