Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Aldrei hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar

Rík­is­sjóð­ur hef­ur greitt 2,3 millj­arða króna vegna í end­ur­greiðsl­ur vegna fram­leiðslu á kvik­mynd­um og sjón­varps­efni á þessu ári. Auka þurfti fjár­heim­ilidir veru­lega á fjár­auka­lög­um til að standa und­ir end­ur­greiðsl­un­um. Greidd­ur hef­ur ver­ið rúm­ur millj­arð­ur króna vegna er­lendra verk­efna hér á landi.

Aldrei hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Dýrasta sjónvarpsframleiðsla á Íslandi Íslensk/sænsku þættirnir Ísalög eru dýrustu sjónvarpsþættir sem framleiddir hafa verið hér á landi. Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirra námu tæpum 400 milljónum króna. Mynd: Sagafilm

Árið 2020 er metár þegar kemur að endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Þegar hafa verið endurgreiddir rúmir 2,3 milljarðar króna til 60 kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. Er það ríflega tvöföldun á þeim endurgreiðslum sem greiddar voru á síðasta ári en þær námu um 1,1 milljarði króna.

Alls hefur verið veitt endurgreiðsla vegna níu erlendra kvikmyndaverkefna og nemur endurgreiðsluupphæðin rúmum milljarði króna. Það jafngildi 44 prósentum alls þess fjár sem hefur verið endurgreitt á árinu. Hæsta endurgreiðslan vegna erlends verkefnis er vegna kvikmyndarinnar The Midnight Sky sem stórleikarinn George Clooney  leikstýrir og leikur en kvikmyndin er framleidd af streymisveitunni Netflix. Ríflega 313 milljónir króna voru endurgreiddar vegna verkefnisins.

Erlend verkefni í kvikmynda- og sjónvarpsþáttgerð á Íslandi á árinu voru ekki fleiri en verið hefur að jafnaði undanfarin ár en umfang þeirra var mikið. Leita þarf aftur til ársins 2016 til að finna jafnháa endurgreiðslu til erlendra aðila en það ár var einnig endurgreiddur rúmu milljarður króna vegna kvikmyndagerðar erlendra aðila hér á landi. Munaði þar mest um endurgreiðslur vegna gerðar kvikmyndarinnar Fast and the Furious 8 en greiddur var ríflega hálfur milljarður króna í endurgreiðslur vegna hennar, hið mesta sem nokkurt einstakt verkefni hefur fengið endurgreitt. Á síðasta ári, 2019, voru endurgreiddar um 166 milljónir króna vegna erlendrar framleiðslu hér á landi.

Hæsta greiðslan vegna íslenskrar framleiðslu

Hæsta endurgreiðslan á þessu ári er þó ekki vegna erlendrar framleiðslu heldur vegna framleiðslu á sjónvarpsþáttunum Ísalög sem er sænsk/íslensk framleiðsla. Þættirnir, sem voru sýndir á Íslandi og Norðurlöndunum í febrúar síðastliðnum, eru dýrasta sjónvarpsþáttaframleiðsla sem hefur verið ráðist í á Íslandi en kostnaður við framleiðsluna nam ríflega einum og hálfum milljarði króna. Endurgreiðslan tekur mið af því en alls fengu framleiðendurnir Sagafilm endurgreiddar rúmar 393 milljónir króna úr ríkissjóði.

Mögulegt er að endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi eiga enn eftir að hækka á þessu ári þar sem að í það minnsta þrjú verkefni hafa aðeins fengið hluta af sínum endurgreiðslum greiddar.

Vegna þess hversu fjárhæð endurgreiðslnanna hefur aukist gríðarlega á milli ára þurftu stjórnvöld að bregðast við og auka fjárheimildir ársins verulega á fjáraukalögum. Ef ekki hefði komið til þess hefði þurft að fresta háum endurgreiðslum til næsta árs, sem hefði farið langt með að tæma fyrirhugaðar fjárheimildir þess árs og ógnað trúverðugleika kerfisins.

Gæti orðið fjórða stoðin í íslensku atvinnulífi

Lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi voru sett árið 1999 og áttu að gilda til ársins 2005 en hafa verið framlengd í nokkur skipti. Lögin miðuðu að því að efla kvikmyndagerð á Íslandi og laða að erlent kvikmyndagerðarfólk og átti að hverja til uppbyggingar greinarinnar. Fyrst um sinn var endurgreiðsluhlutfallið 12 prósent en hefur verið hækkað í 14, 20 og síðast 25 prósent af framleiðslukostnaði árið 2016.

Í kvikmyndastefnu til ársins 2030 sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir lagði fram í október síðastliðnum er stefnt að ýmsum aðgerðum til að efla kvikmyndageirann hér á landi. Meðal þeirra er að þróa endurgreiðslukerfi vegna framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsefni hér á landi í þá átt að það standist alþjóðlega samkeppni á hverjum tíma. Meðal annars verði kannað að endurgreiðsla fari stighækkandi eftir fjölda verkþátta sem unnir eru hér á landi og tryggja þarf að á fjárlögum sé gert ráð fyrir fjármunum vegna endurgreiðslna auk annars.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á miðstjórnarfundi flokksins nóvember að stór tækifæri fælust í því að styðja enn frekar við kvikmyndagerð í landinu. Hækka ætti endurgreiðslurnar frá því sem nú er í 35 prósent af framleiðslukostnaði líkt og gerist í löndunum í krinugum okkur, sem keppa við Ísland um verkefni. Hægt væri að gera kvikmyndaframleiðslu að fjórðu stoð íslenks efnahagslífs og setja ætti það markmið að innan fárra ára myndi velta í greininni tífaldast, fara úr 30 milljörðum á ári í 300 milljarða og að á bilinu 10 til 15 þúsund manns hefðu atvinnu af kvikmyndagerð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár