Ófeigur Sigurðsson hefur sent frá sér fimm skáldsögur og sjö ljóðabækur. Í nýjustu bókinni, Váboðar, eru fjórtán smásögur þar sem meðal annars er fjallað um drauma og raunvísindi, skáld og vísindamenn, útigangshross og þýfða móa, dyntótt land og ráðvillta þjóð, apa og máfa, fylgjur og fyrirboða. Ófeigur segir að um helmingur sagnanna séu tiltölulega hefðbundnar smásögur, ef það sé þá til af því að þetta sé afar lifandi form og breytilegt.
„Ég er líka að leika mér með arfinn, hina svokölluðu íslensku sagnaþætti sem voru vinsælir hér svona fram að miðri síðustu öld. Þeir hafa kannski þótt svolítið gamaldags, næstum því eins og neftóbaksfræði og næstum því bókmenntagrein en er í rauninni alþýðulist. Ég er mjög mikill aðdáandi sagnaþátta og þjóðlegs fróðleiks vegna þess að íslenskir sagnaþættir eru sannar sögur. Í þeim er mikið um persónulýsingar og ferðalög. Svo er það hið dulræna, draumar og afturgöngur en samt er þetta …
Athugasemdir