Þú ert í kórnum og hefur sungið við ótal jarðarfarir. Þú býst ekki við öðru en að þessi verði tíðindalaus og hefðbundin í forminu. Bara enn ein ósköp venjuleg evangelísk-lútersk þjóðkirkjujarðarför.
Svona hefst ljóðasagan Guðrúnarkviða eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur, skáld, leikkonu og leikstjóra. Og nei, þetta er hvorki hefðbundin né tíðindalaus jarðarför.
Þessi í kórnum sem býst við tíðindalausri athöfn er ásamt félögum sínum í kórnum að syngja Ave Mariu Schuberts þegar henni finnst eitthvað skyndilega liggja í loftinu, hún finnur eitthvað þungt og kalt eins og stein leggjast yfir brjóstið og verður órótt. Hún er nokkuð viss um að hljóðið komi frá kistunni þar sem liggur kona sem er rétt skriðin yfir miðjan aldur.
Kórfélaganum sem lesandinn er með í jarðarförinni í byrjun Guðrúnarkviðu finnst eins og verið sé að banka. Og hún er ekki að ímynda sér, „það er einhver að banka“. Á kistulokið innanvert? Jú, sú sem …
Athugasemdir