Sumir vilja meina að áföll hafi tilhneigingu til að ríða yfir í stórum skömmtum. Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir er tilbúin að taka undir þá kenningu. Á hálfu ári missti Guðlaug, sem alltaf er kölluð Gulla, ömmu sína, móður og svo afa, auk þess sem æskuvinur hennar svipti sig lífi. Á næsta hálfa ári slitnaði upp úr sambandi Gullu við þáverandi kærastann sinn en einungis nokkrum vikum síðar greindist fyrrverandi tengdamóðir hennar með krabbamein sem dró hana til dauða á nokkrum vikum.
Eftir stóð Gulla, með hausinn í handbremsu eins og hún lýsir því. Minnið er gloppótt eftir áföllin, hún getur ekki munað hvað hún var að gera á stórum tímabilum í lífi sínu síðustu þrjú árin. Einbeitingin er á tíðum engin, þegar hlutir ganga henni í mót vill höfuðið á henni ekki halda áfram. „Það eru fleiri kvöld en færri þar sem ég sit og stari út í loftið eða …
Athugasemdir