Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Veturinn kom þennan dag

Á hálfu ári missti Guð­laug Guð­munda Ingi­björg Berg­sveins­dótt­ir móð­ur sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlað­ast upp í lífi henn­ar en þrátt fyr­ir það sagði lækn­ir henni, þeg­ar hún loks leit­aði að­stoð­ar, að hún væri ekki að kljást við þung­lyndi því hún hefði svo margt fyr­ir stafni. Nú þeg­ar þrjú ár eru lið­in síð­an áföll­in riðu yf­ir er hún enn með höf­uð­ið fast í hand­bremsu, eins og hún lýs­ir því sjálf.

Veturinn kom þennan dag
Missir setti mark sitt Þau áföll sem Gulla varð fyrir þegar hún missti ástvini sína hvern á fætur öðrum á stuttum tíma hafa sett mark sitt á líf hennar með afdrifaríkum hætti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sumir vilja meina að áföll hafi tilhneigingu til að ríða yfir í stórum skömmtum. Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir er tilbúin að taka undir þá kenningu. Á hálfu ári missti Guðlaug, sem alltaf er kölluð Gulla, ömmu sína, móður og svo afa, auk þess sem æskuvinur hennar svipti sig lífi. Á næsta hálfa ári slitnaði upp úr sambandi Gullu við þáverandi kærastann sinn en einungis nokkrum vikum síðar greindist fyrrverandi tengdamóðir hennar með krabbamein sem dró hana til dauða á nokkrum vikum.

Eftir stóð Gulla, með hausinn í handbremsu eins og hún lýsir því. Minnið er gloppótt eftir áföllin, hún getur ekki munað hvað hún var að gera á stórum tímabilum í lífi sínu síðustu þrjú árin. Einbeitingin er á tíðum engin, þegar hlutir ganga henni í mót vill höfuðið á henni ekki halda áfram. „Það eru fleiri kvöld en færri þar sem ég sit og stari út í loftið eða …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dauðans óvissa eykst

„Við syrgjum af því að við elskum“
ViðtalDauðans óvissa eykst

„Við syrgj­um af því að við elsk­um“

Ótíma­bær dauðs­föll geta reynst að­stand­end­um erf­ið og ýft upp til­finn­ing­ar á borð við reiði, að sögn sál­fræð­ings sem sér­hæf­ir sig í að­stoð við syrgj­end­ur. Hún legg­ur áherslu á mik­il­vægi sam­skipta og var­ar við „ráða­góða ró­bótn­um“. Ótti við dauð­ann er stund­um fylgi­fisk­ur kvíðarösk­un­ar og Covid-19 far­ald­ur­inn get­ur gert hana erf­ið­ari.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár