Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frumvarp til breytinga á sóttvarnarlögum lagt fyrir Alþingi á næstunni

Starfs­hóp­ur sem heil­brigð­is­ráð­herra fól að skýra ákveði laga um op­in­ber­ar sótt­varna­ráð­staf­an­ir hef­ur skil­að til ráð­herra drög­um að frum­varpi til breyt­inga á lög­um um sótt­varn­ir.

Frumvarp til breytinga á sóttvarnarlögum lagt fyrir Alþingi á næstunni

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fól sérstökum starfshópi að skýra ákvæði laga um opinberar sóttvarnaráðstafanir til þess svo að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sóttvarnir. 

Ráðherra kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórn í vikunni og hyggst leggja það fyrir Alþingi á næstunni. 

Starfshópurinn nýtti sér álitsgerð Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana í ljósi meginreglna stjórnsýsluréttar og mannréttindaákvæða. Álitsgerðina vann Páll að beiðni stjórnvalda. 

Helstu breytingar á lögum um sóttvarnir sem starfshópurinn lagði til eru meðal annars að orðskýringar skulu fylgja með helstu hugtökum er varða sóttvarnir eins og samkomubann, sóttkví og einangrun. Að skýrt verði kveðið á um að sóttvarnaráð skuli vera ráðgefandi við stefnumótun og að hlutverk þess skarist ekki við hlutverk sóttvarnalæknis. Skýrt verði kveðið á um að sóttkví, stöðvun atvinnureksturs og útgöngubann séu hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum og að kveðið verði á um meðferð máls fyrir dómi ef einstaklingi er gert að sæta einangrun eða sóttkví gegn vilja sínum. 

Endurskoða stjórnsýslu sóttvarnamála

Starfshópurinn sagði þörf á því að endurskoða stjórnsýslu sóttvarnamála. Endurskoða þyrfti að sóttvarnalæknir sé starfsmaður embættis landlæknis en ekki skipaður af heilbrigðisráðherra þrátt fyrir þær umfangsmiklu valdheimildir sem sóttvarnalæknir hefur samkvæmt núverandi sóttvarnalögum.

Þá var það einnig mat starfshópsins að lítið sem ekkert sé fjallað um hlutverk helstu heilbrigðisstofnana landsins í farsóttum, þá einkum Landspítala. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár