Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frumvarp til breytinga á sóttvarnarlögum lagt fyrir Alþingi á næstunni

Starfs­hóp­ur sem heil­brigð­is­ráð­herra fól að skýra ákveði laga um op­in­ber­ar sótt­varna­ráð­staf­an­ir hef­ur skil­að til ráð­herra drög­um að frum­varpi til breyt­inga á lög­um um sótt­varn­ir.

Frumvarp til breytinga á sóttvarnarlögum lagt fyrir Alþingi á næstunni

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fól sérstökum starfshópi að skýra ákvæði laga um opinberar sóttvarnaráðstafanir til þess svo að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sóttvarnir. 

Ráðherra kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórn í vikunni og hyggst leggja það fyrir Alþingi á næstunni. 

Starfshópurinn nýtti sér álitsgerð Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana í ljósi meginreglna stjórnsýsluréttar og mannréttindaákvæða. Álitsgerðina vann Páll að beiðni stjórnvalda. 

Helstu breytingar á lögum um sóttvarnir sem starfshópurinn lagði til eru meðal annars að orðskýringar skulu fylgja með helstu hugtökum er varða sóttvarnir eins og samkomubann, sóttkví og einangrun. Að skýrt verði kveðið á um að sóttvarnaráð skuli vera ráðgefandi við stefnumótun og að hlutverk þess skarist ekki við hlutverk sóttvarnalæknis. Skýrt verði kveðið á um að sóttkví, stöðvun atvinnureksturs og útgöngubann séu hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum og að kveðið verði á um meðferð máls fyrir dómi ef einstaklingi er gert að sæta einangrun eða sóttkví gegn vilja sínum. 

Endurskoða stjórnsýslu sóttvarnamála

Starfshópurinn sagði þörf á því að endurskoða stjórnsýslu sóttvarnamála. Endurskoða þyrfti að sóttvarnalæknir sé starfsmaður embættis landlæknis en ekki skipaður af heilbrigðisráðherra þrátt fyrir þær umfangsmiklu valdheimildir sem sóttvarnalæknir hefur samkvæmt núverandi sóttvarnalögum.

Þá var það einnig mat starfshópsins að lítið sem ekkert sé fjallað um hlutverk helstu heilbrigðisstofnana landsins í farsóttum, þá einkum Landspítala. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár