Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frumvarp til breytinga á sóttvarnarlögum lagt fyrir Alþingi á næstunni

Starfs­hóp­ur sem heil­brigð­is­ráð­herra fól að skýra ákveði laga um op­in­ber­ar sótt­varna­ráð­staf­an­ir hef­ur skil­að til ráð­herra drög­um að frum­varpi til breyt­inga á lög­um um sótt­varn­ir.

Frumvarp til breytinga á sóttvarnarlögum lagt fyrir Alþingi á næstunni

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fól sérstökum starfshópi að skýra ákvæði laga um opinberar sóttvarnaráðstafanir til þess svo að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sóttvarnir. 

Ráðherra kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórn í vikunni og hyggst leggja það fyrir Alþingi á næstunni. 

Starfshópurinn nýtti sér álitsgerð Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana í ljósi meginreglna stjórnsýsluréttar og mannréttindaákvæða. Álitsgerðina vann Páll að beiðni stjórnvalda. 

Helstu breytingar á lögum um sóttvarnir sem starfshópurinn lagði til eru meðal annars að orðskýringar skulu fylgja með helstu hugtökum er varða sóttvarnir eins og samkomubann, sóttkví og einangrun. Að skýrt verði kveðið á um að sóttvarnaráð skuli vera ráðgefandi við stefnumótun og að hlutverk þess skarist ekki við hlutverk sóttvarnalæknis. Skýrt verði kveðið á um að sóttkví, stöðvun atvinnureksturs og útgöngubann séu hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum og að kveðið verði á um meðferð máls fyrir dómi ef einstaklingi er gert að sæta einangrun eða sóttkví gegn vilja sínum. 

Endurskoða stjórnsýslu sóttvarnamála

Starfshópurinn sagði þörf á því að endurskoða stjórnsýslu sóttvarnamála. Endurskoða þyrfti að sóttvarnalæknir sé starfsmaður embættis landlæknis en ekki skipaður af heilbrigðisráðherra þrátt fyrir þær umfangsmiklu valdheimildir sem sóttvarnalæknir hefur samkvæmt núverandi sóttvarnalögum.

Þá var það einnig mat starfshópsins að lítið sem ekkert sé fjallað um hlutverk helstu heilbrigðisstofnana landsins í farsóttum, þá einkum Landspítala. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár