Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frumvarp til breytinga á sóttvarnarlögum lagt fyrir Alþingi á næstunni

Starfs­hóp­ur sem heil­brigð­is­ráð­herra fól að skýra ákveði laga um op­in­ber­ar sótt­varna­ráð­staf­an­ir hef­ur skil­að til ráð­herra drög­um að frum­varpi til breyt­inga á lög­um um sótt­varn­ir.

Frumvarp til breytinga á sóttvarnarlögum lagt fyrir Alþingi á næstunni

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fól sérstökum starfshópi að skýra ákvæði laga um opinberar sóttvarnaráðstafanir til þess svo að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sóttvarnir. 

Ráðherra kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórn í vikunni og hyggst leggja það fyrir Alþingi á næstunni. 

Starfshópurinn nýtti sér álitsgerð Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana í ljósi meginreglna stjórnsýsluréttar og mannréttindaákvæða. Álitsgerðina vann Páll að beiðni stjórnvalda. 

Helstu breytingar á lögum um sóttvarnir sem starfshópurinn lagði til eru meðal annars að orðskýringar skulu fylgja með helstu hugtökum er varða sóttvarnir eins og samkomubann, sóttkví og einangrun. Að skýrt verði kveðið á um að sóttvarnaráð skuli vera ráðgefandi við stefnumótun og að hlutverk þess skarist ekki við hlutverk sóttvarnalæknis. Skýrt verði kveðið á um að sóttkví, stöðvun atvinnureksturs og útgöngubann séu hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum og að kveðið verði á um meðferð máls fyrir dómi ef einstaklingi er gert að sæta einangrun eða sóttkví gegn vilja sínum. 

Endurskoða stjórnsýslu sóttvarnamála

Starfshópurinn sagði þörf á því að endurskoða stjórnsýslu sóttvarnamála. Endurskoða þyrfti að sóttvarnalæknir sé starfsmaður embættis landlæknis en ekki skipaður af heilbrigðisráðherra þrátt fyrir þær umfangsmiklu valdheimildir sem sóttvarnalæknir hefur samkvæmt núverandi sóttvarnalögum.

Þá var það einnig mat starfshópsins að lítið sem ekkert sé fjallað um hlutverk helstu heilbrigðisstofnana landsins í farsóttum, þá einkum Landspítala. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár