Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Frumvarp til breytinga á sóttvarnarlögum lagt fyrir Alþingi á næstunni

Starfs­hóp­ur sem heil­brigð­is­ráð­herra fól að skýra ákveði laga um op­in­ber­ar sótt­varna­ráð­staf­an­ir hef­ur skil­að til ráð­herra drög­um að frum­varpi til breyt­inga á lög­um um sótt­varn­ir.

Frumvarp til breytinga á sóttvarnarlögum lagt fyrir Alþingi á næstunni

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fól sérstökum starfshópi að skýra ákvæði laga um opinberar sóttvarnaráðstafanir til þess svo að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sóttvarnir. 

Ráðherra kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórn í vikunni og hyggst leggja það fyrir Alþingi á næstunni. 

Starfshópurinn nýtti sér álitsgerð Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana í ljósi meginreglna stjórnsýsluréttar og mannréttindaákvæða. Álitsgerðina vann Páll að beiðni stjórnvalda. 

Helstu breytingar á lögum um sóttvarnir sem starfshópurinn lagði til eru meðal annars að orðskýringar skulu fylgja með helstu hugtökum er varða sóttvarnir eins og samkomubann, sóttkví og einangrun. Að skýrt verði kveðið á um að sóttvarnaráð skuli vera ráðgefandi við stefnumótun og að hlutverk þess skarist ekki við hlutverk sóttvarnalæknis. Skýrt verði kveðið á um að sóttkví, stöðvun atvinnureksturs og útgöngubann séu hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum og að kveðið verði á um meðferð máls fyrir dómi ef einstaklingi er gert að sæta einangrun eða sóttkví gegn vilja sínum. 

Endurskoða stjórnsýslu sóttvarnamála

Starfshópurinn sagði þörf á því að endurskoða stjórnsýslu sóttvarnamála. Endurskoða þyrfti að sóttvarnalæknir sé starfsmaður embættis landlæknis en ekki skipaður af heilbrigðisráðherra þrátt fyrir þær umfangsmiklu valdheimildir sem sóttvarnalæknir hefur samkvæmt núverandi sóttvarnalögum.

Þá var það einnig mat starfshópsins að lítið sem ekkert sé fjallað um hlutverk helstu heilbrigðisstofnana landsins í farsóttum, þá einkum Landspítala. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár