Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stórskuldugur, landflótta og lögsóttur: Það sem gæti beðið Trumps eftir valdaskiptin

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti á yf­ir höfði sér fjölda lög­sókna og jafn­vel op­in­ber­ar ákær­ur sak­sókn­ara eft­ir að hann læt­ur af embætti. Þá skuld­ar hann mörg hundruð millj­ón­ir doll­ara sem þarf að greiða til baka á næstu ár­um og gæti þurft að selja stór­an hluta eigna sinna.

Það er ekki óvenjulegt að forsetar sækist hart eftir endurkjöri en í tilviki Donalds Trump átti hann persónulega meira undir í kosningunum en flestir forverar hans. Trump hefur verið á lagalegu gráu svæði alla sína forsetatíð og raunar löngu áður. Má þar meðal annars nefna afskipti hans af viðskiptum samhliða embættisverkum, skipun náinna ættingja í mikilvægar stöður í Hvíta húsinu, mútugreiðslur til Stormy Daniels, Úkraínumálið, sem hann var ákærður fyrir, rannsóknir á tengslum framboðsins við Rússa og svo mætti lengi telja.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur aldrei úrskurðað um hvort hægt sé að ákæra sitjandi Bandaríkjaforseta fyrir glæpi og ekki er fjallað um það með skýrum hætti í lögum eða stjórnarskrá. Það hefur hins vegar skapast löng hefð fyrir því í bandaríska dómsmálaráðuneytinu að sitjandi forsetar njóti friðhelgi og þótti það meðal annars ófrávíkjanleg regla í Watergate-hneykslinu.

„Ég held að það myndi hafa jákvæð áhrif á bandarískt samfélag að sjá svo augljóslega spilltan mann enda í fangelsi“

Richard Nixon hafði slíkar áhyggjur af því að verða ákærður eftir að hann léti af embætti að hann sagði við aðstoðarmann að hann óskaði þess að herinn einfaldaði sér málið með því að skilja eftir skammbyssu á skrifborðinu sínu. Læknir Nixons lét þá fjarlægja öll hættuleg lyf úr Hvíta húsinu til að hann færi sér ekki að voða. Svo fór á endanum að Gerald Ford tók við forsetaembættinu og náðaði Nixon áður en kom til þess að hann yrði ákærður. Það er nokkuð sem Biden er síður líklegur til að gera í tilviki Trumps.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár