Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samsærið í málsvörnum eiginkvenna Jóns Baldvins og Jean-Claude Arnault

Bryn­dís Schram og sænska skáld­kon­an Kat­ar­ina Frosten­son eru gift­ar mönn­um sem urðu að and­lit­um Met­oo-um­ræð­unn­ar í heima­lönd­um sín­um, Ís­landi og Sví­þjóð. Í til­fell­um Jóns Bald­vins Hanni­bals­sons­ar og Je­an Clau­de Arnault stigu marg­ar kon­ur fram og ásök­uðu þá um kyn­ferð­is­lega áreitni. Mál þeirra beggja hafa að hluta til far­ið sinn veg í dóms­kerf­inu á Ís­landi og í Sví­þjóð. Báð­ar hafa eig­in­kon­ur þeirra skrif­að bæk­ur til að verja eig­in­menn sína þar sem þær reyna að sýna fram á að menn þeirra hafi ver­ið beitt­ir órétti og séu fórn­ar­lömb út­hugs­aðra sam­særa sem fjöl­miðl­ar eru hluti af.

Samsærið í málsvörnum eiginkvenna Jóns Baldvins og Jean-Claude Arnault
Stórt samsæri Samsæriskenningin sem teiknuð er upp í bók Bryndísar um það sem hún kallar „atlöguna“ að sér og Jóni Baldvini Hannibalssyni er stór. Dóttir þeirra Aldís, fjölmiðlar og Sjálfstæðisflokkurinn tóku höndum saman til að koma á höggi á Jón Baldvín. Mynd: Gunnar V. Andrésson

„„Dagblaðið“ Dagens Nyheter hefur soðið saman sögu sem verður gefin út þann 21. nóvember. Leitað hefur verið að manneskjum sem setja fram það sem kallast „vitnisburðir“. […]  Hér fá þær að stíga fram nafnlaust með ógeðfelldar ýkjur, lygar og  rógburð. Hvaða saga er þetta, hvaða drama er þetta? Þetta er samsæri. Þetta er plott,“ segir sænska skáldkonan Katarina Frostenson, eiginkona þekktasta viðfangs Svíþjóðar í Metoo-umræðunni, Jean Claude-Arnault, í varnarbók sinni um hann, K, sem kom út í fyrra. Frostenson kallar konurnar sem stigu fram og sögðu frá hátterni eiginmanns hennar „hinar öfundsjúku“.

Átján konur stigu fram árið 2017, sumar undir nafni og aðrar nafnlaust, og vændu Arnault um misalvarlega kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi, allt frá lærasnertingum og kynfæra- og rassakáfi til nauðgana, í dagblaðinu Dagens Nyheter. Sú umfjöllun leiddi til lögreglurannsóknar á Arnault og loks fangelsisdóms fyrir tvær nauðganir haustið 2018. 

Varnarrit með svipuðu ívafiVarnarrit Bryndísar Schram …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár