Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Repúblikanar snúa baki við Trump á ögurstundu

Nokkr­ir þing­menn Re­públi­kana­flokks­ins eru byrj­að­ir að draga í land með stuðn­ing sinn við Don­ald Trump nú þeg­ar inn­an við tvær vik­ur eru til kosn­inga. Banda­rísk­ir fjöl­miðl­ar full­yrða að skelf­ing hafi grip­ið um sig í her­búð­um Re­públi­kana sem ótt­ist að fara nið­ur með sökkvandi skipi ef Trump bíð­ur lægri hlut fyr­ir Joe Biden, líkt og skoð­anakann­an­ir sýna að mest­ar lík­ur séu á. „Ég er ekki hrædd­ur, ég er reið­ur,“ seg­ir Trump sjálf­ur.

Repúblikanar snúa baki við Trump á ögurstundu

Síðustu vikur hefur smám saman farið að bera á því að þingmenn Repúblikanaflokksins, sem hafa staðið nánast sem einn maður að baki forsetanum allt kjörtímabilið, viðri opinberlega gagnrýni á störf Trumps. Var hann gagnrýndur af samflokksmönnum sínum fyrir að ætla að verja meira en tveimur trilljónum Bandaríkjadala til að örva hagkerfið á tímum COVID. Efnahagslega íhaldssömum Repúblikönum blöskruðu útgjöldin og efuðust um að þau myndu skila tilætluðum árangri. 

Meðal þeirra er Ron Johnson, þingmaður Wisconsin, sem sagðist í nýlegu viðtali við fréttastöðina CNN hafa þungar áhyggjur af því að forsetinn hunsaði skuldastöðu ríkissjóðs og gerði ekkert til að draga úr útgjöldum. Ríkissjóður Bandaríkjanna hefur ekki verið jafn skuldsettur frá lokum seinni heimsstyrjaldar. „Ég kem úr Teboðshreyfingunni og við höfum áhyggjur af stöðunni,“ sagði Johnson í viðtalinu og var þar að vísa til hreyfingar innan Repúblikanaflokksins sem barðist gegn skuldasöfnun ríkissjóðs á valdatíð Demókratans Barack Obama.

„Teboðshreyfingin er kannski ekki eins …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár