Síðustu vikur hefur smám saman farið að bera á því að þingmenn Repúblikanaflokksins, sem hafa staðið nánast sem einn maður að baki forsetanum allt kjörtímabilið, viðri opinberlega gagnrýni á störf Trumps. Var hann gagnrýndur af samflokksmönnum sínum fyrir að ætla að verja meira en tveimur trilljónum Bandaríkjadala til að örva hagkerfið á tímum COVID. Efnahagslega íhaldssömum Repúblikönum blöskruðu útgjöldin og efuðust um að þau myndu skila tilætluðum árangri.
Meðal þeirra er Ron Johnson, þingmaður Wisconsin, sem sagðist í nýlegu viðtali við fréttastöðina CNN hafa þungar áhyggjur af því að forsetinn hunsaði skuldastöðu ríkissjóðs og gerði ekkert til að draga úr útgjöldum. Ríkissjóður Bandaríkjanna hefur ekki verið jafn skuldsettur frá lokum seinni heimsstyrjaldar. „Ég kem úr Teboðshreyfingunni og við höfum áhyggjur af stöðunni,“ sagði Johnson í viðtalinu og var þar að vísa til hreyfingar innan Repúblikanaflokksins sem barðist gegn skuldasöfnun ríkissjóðs á valdatíð Demókratans Barack Obama.
„Teboðshreyfingin er kannski ekki eins …
Athugasemdir