Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Héraðsdómur sakfellir mótmælanda fyrir að óhlýðnast lögreglunni

Kári Orra­son var sak­felld­ur í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur fyr­ir að óhlýðn­ast fyr­ir­mæl­um lög­regl­unn­ar. Kári og fjór­ir aðr­ir úr röð­um No Bor­ders voru hand­tekn­ir þann 5. apríl 2019 við mót­mæli í and­dyri dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins eft­ir ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til að fá fund með ráð­herra.

Héraðsdómur sakfellir mótmælanda fyrir að óhlýðnast lögreglunni
Sakfelldur fyrir að óhlýðnast lögreglu Hinn 22 ára Kári Orrason var sakfelldur fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og stöðva mótmæli sín í anddyri dómsmálaráðuneytisins. Verjandi hans, Helgi Þorsteinsson, sagði að rétturinn til að mótmæla sé stjórnarskrásvarinn og að mótmælum fylgi ónæði. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kári Orrason var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg í gær fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglunnar á mótmælum í fyrra. Í dómsorðum er ekki fallist á sjónarmið um að mótmælendur hefðu verið að bíða eftir útskýringu á hvaða lögum þeir væru að brjóta með mótmælum sínum, né um stjórnarskrárvarinn rétt almennings til mótmæla.

Er Kára gert að borga sekt upp á 10.000 krónur auk málskostnaðar. Dómurinn gæti skapað fordæmi fyrir fullnægjandi ástæðu beitingu lögregluvalds og fært til skilning á meðalhófsreglu stjórnsýslu.

Mótmæltu til að fá fund með ráðherra

Eins og Stundin hefur fjallað um voru fimm aðgerðarsinnar úr röðum No Borders samtakanna handteknir föstudaginn 5. apríl 2019 í anddyri dómsmálaráðuneytisins. Samtökin berjast meðal annars fyrir réttindum hælisleitenda sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þessi föstudagur var fjórði dagur mótmæla við dómsmálaráðuneytið.

Ástæða mótmælanna var að krefjast fundar með þáverandi dómsmálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, til að ræða bágar aðstæður fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Mótmælin fóru fram eftir margra mánaða tilraunir mótmælendanna til að bóka fund með ráðherra og vekja athygli á málefninu. Mótmælin voru því að mati mótmælendanna örþrifaráð, en þau fóru fram á venjulegum opnunartíma ráðuneytisins og hindruðu ekki störf starfsfólksins að öðru leyti en með hávaða. Lögreglan hafði áður haft afskipti af slíkum mótmælum og tekist að leysa þau upp án þess að til kæmi til handtaka.

Lögreglu stóð vægari úrræði til boða

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjargötu 30. september síðastliðinn. 

Kári sagði að hann hafi ekki brugðist við skipunum lögreglu samstundis, þar sem mikið hefði verið um kliður og óreiðu. Hann sagðist hafa verið að bíða eftir útskýringu á skipunum lögreglu og þýðingu á ensku fyrir þá sem skildu ekki íslensku, en hafi verið færður í handjárn áður en það gerðist.

„Lögreglan kemur inn, læsir hurðinni og stuttu síðar erum við handtekin,“ sagði hann fyrir dómi. Hann lýsti því hvernig lögreglan hafi verið fjölmennari en aðgerðarsinnar og staðið ógnandi yfir þeim. Hann sagðist ekki hafa gert sér í hugarlund að hann væri brotlegur, heldur hélt því fram að hann væri að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. „Það hvarflaði ekki að mér að ég væri að brjóta lög.“

Í vitnisburði stjórnanda lögreglu á vettvangi kom fram að „í þetta skiptið“ hefði verið ákveðið að handtaka mótmælendur. Meðalhófsregla stjórnsýslu segir að: „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.“

Verjandi Kára, Helgi Þorsteinsson, benti á að ekki aðeins hafi önnur úrræði eins og að rýma anddyrið staðið lögreglu til boða í þessu tilviki, heldur hafi þau virkað fyrr í sömu viku.

Í rökstuðningi í dómnum segir að Kári hafi átt að yfirgefa anddyri ráðuneytisins að fyrirmælum lögreglu. 

„Ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn 19. gr. lögreglulaga með því að óhlýðnast fyrirmælum um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins eins og rakið er í ákæru. Í nefndri grein segir að almenningi sé skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri. Ekki er annað komið fram í málinu en anddyri ráðuneytisins sé staður sem öllum er heimilt að koma á á afgreiðslutíma og er því almannafæri í skilningi lagagreinarinnar. Þá er komið fram að á nefndum tíma safnaðist þar saman hópur fólks, þar á meðal ákærði, og var með háreysti vegna þess að það vildi ná fundi ráðherra. Lögreglumenn komu á vettvang og með framburði þeirra og játningu ákærða er sannað að þeir gáfu fólkinu, þar með töldum ákærða, fyrirmæli um að fara en ákærði hlýddi þeim ekki. Með fyrirmælum sínum voru lögreglumenn að halda uppi lögum og reglu á almannafæri og með því að hlýða ekki fyrirmælum þeirra braut ákærði gegn nefndri lagagrein. Hann verður því sakfelldur samkvæmt ákærunni og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæðis.“

Ekki tekin afstaða til réttarins til að mótmæla

19. grein lögreglulaga segir að: „Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.“ Kári var sakfelldur fyrir að óhlýðnast þessum lögum. Ekki kemur hins vegar fram í dómsorði hvaða lögbrot handtakan á að hafa komið í veg fyrir.

Þrátt fyrir að bæði saksóknari og verjandi hafi báðir rætt í lokaorðum sínum um réttinn til að mótmæla og takmarkanir hans er hvergi minnst á hann í dómsorðum.

Í samtali við Stundina segist Kári ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann muni áfrýja dóminum.

Eins og komið hefur fram var Kári einn af fimm aðgerðarsinnum sem voru handteknir, en hinir bíða eftir aðalmeðferð máls síns.

Kári er því dæmdur til að greiða 10 þúsund krónur eða sæta fangelsisvist í tvo daga. Þess utan ber honum að greiða rúmlega hálfa milljón króna í lögfræðikostnað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár