Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Héraðsdómur sakfellir mótmælanda fyrir að óhlýðnast lögreglunni

Kári Orra­son var sak­felld­ur í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur fyr­ir að óhlýðn­ast fyr­ir­mæl­um lög­regl­unn­ar. Kári og fjór­ir aðr­ir úr röð­um No Bor­ders voru hand­tekn­ir þann 5. apríl 2019 við mót­mæli í and­dyri dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins eft­ir ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til að fá fund með ráð­herra.

Héraðsdómur sakfellir mótmælanda fyrir að óhlýðnast lögreglunni
Sakfelldur fyrir að óhlýðnast lögreglu Hinn 22 ára Kári Orrason var sakfelldur fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og stöðva mótmæli sín í anddyri dómsmálaráðuneytisins. Verjandi hans, Helgi Þorsteinsson, sagði að rétturinn til að mótmæla sé stjórnarskrásvarinn og að mótmælum fylgi ónæði. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kári Orrason var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg í gær fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglunnar á mótmælum í fyrra. Í dómsorðum er ekki fallist á sjónarmið um að mótmælendur hefðu verið að bíða eftir útskýringu á hvaða lögum þeir væru að brjóta með mótmælum sínum, né um stjórnarskrárvarinn rétt almennings til mótmæla.

Er Kára gert að borga sekt upp á 10.000 krónur auk málskostnaðar. Dómurinn gæti skapað fordæmi fyrir fullnægjandi ástæðu beitingu lögregluvalds og fært til skilning á meðalhófsreglu stjórnsýslu.

Mótmæltu til að fá fund með ráðherra

Eins og Stundin hefur fjallað um voru fimm aðgerðarsinnar úr röðum No Borders samtakanna handteknir föstudaginn 5. apríl 2019 í anddyri dómsmálaráðuneytisins. Samtökin berjast meðal annars fyrir réttindum hælisleitenda sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þessi föstudagur var fjórði dagur mótmæla við dómsmálaráðuneytið.

Ástæða mótmælanna var að krefjast fundar með þáverandi dómsmálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, til að ræða bágar aðstæður fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Mótmælin fóru fram eftir margra mánaða tilraunir mótmælendanna til að bóka fund með ráðherra og vekja athygli á málefninu. Mótmælin voru því að mati mótmælendanna örþrifaráð, en þau fóru fram á venjulegum opnunartíma ráðuneytisins og hindruðu ekki störf starfsfólksins að öðru leyti en með hávaða. Lögreglan hafði áður haft afskipti af slíkum mótmælum og tekist að leysa þau upp án þess að til kæmi til handtaka.

Lögreglu stóð vægari úrræði til boða

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjargötu 30. september síðastliðinn. 

Kári sagði að hann hafi ekki brugðist við skipunum lögreglu samstundis, þar sem mikið hefði verið um kliður og óreiðu. Hann sagðist hafa verið að bíða eftir útskýringu á skipunum lögreglu og þýðingu á ensku fyrir þá sem skildu ekki íslensku, en hafi verið færður í handjárn áður en það gerðist.

„Lögreglan kemur inn, læsir hurðinni og stuttu síðar erum við handtekin,“ sagði hann fyrir dómi. Hann lýsti því hvernig lögreglan hafi verið fjölmennari en aðgerðarsinnar og staðið ógnandi yfir þeim. Hann sagðist ekki hafa gert sér í hugarlund að hann væri brotlegur, heldur hélt því fram að hann væri að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. „Það hvarflaði ekki að mér að ég væri að brjóta lög.“

Í vitnisburði stjórnanda lögreglu á vettvangi kom fram að „í þetta skiptið“ hefði verið ákveðið að handtaka mótmælendur. Meðalhófsregla stjórnsýslu segir að: „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.“

Verjandi Kára, Helgi Þorsteinsson, benti á að ekki aðeins hafi önnur úrræði eins og að rýma anddyrið staðið lögreglu til boða í þessu tilviki, heldur hafi þau virkað fyrr í sömu viku.

Í rökstuðningi í dómnum segir að Kári hafi átt að yfirgefa anddyri ráðuneytisins að fyrirmælum lögreglu. 

„Ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn 19. gr. lögreglulaga með því að óhlýðnast fyrirmælum um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins eins og rakið er í ákæru. Í nefndri grein segir að almenningi sé skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri. Ekki er annað komið fram í málinu en anddyri ráðuneytisins sé staður sem öllum er heimilt að koma á á afgreiðslutíma og er því almannafæri í skilningi lagagreinarinnar. Þá er komið fram að á nefndum tíma safnaðist þar saman hópur fólks, þar á meðal ákærði, og var með háreysti vegna þess að það vildi ná fundi ráðherra. Lögreglumenn komu á vettvang og með framburði þeirra og játningu ákærða er sannað að þeir gáfu fólkinu, þar með töldum ákærða, fyrirmæli um að fara en ákærði hlýddi þeim ekki. Með fyrirmælum sínum voru lögreglumenn að halda uppi lögum og reglu á almannafæri og með því að hlýða ekki fyrirmælum þeirra braut ákærði gegn nefndri lagagrein. Hann verður því sakfelldur samkvæmt ákærunni og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæðis.“

Ekki tekin afstaða til réttarins til að mótmæla

19. grein lögreglulaga segir að: „Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.“ Kári var sakfelldur fyrir að óhlýðnast þessum lögum. Ekki kemur hins vegar fram í dómsorði hvaða lögbrot handtakan á að hafa komið í veg fyrir.

Þrátt fyrir að bæði saksóknari og verjandi hafi báðir rætt í lokaorðum sínum um réttinn til að mótmæla og takmarkanir hans er hvergi minnst á hann í dómsorðum.

Í samtali við Stundina segist Kári ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann muni áfrýja dóminum.

Eins og komið hefur fram var Kári einn af fimm aðgerðarsinnum sem voru handteknir, en hinir bíða eftir aðalmeðferð máls síns.

Kári er því dæmdur til að greiða 10 þúsund krónur eða sæta fangelsisvist í tvo daga. Þess utan ber honum að greiða rúmlega hálfa milljón króna í lögfræðikostnað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár